Héraðsdómur segir Sindra mögulega hafa haft illvirki í huga Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 16:39 Sindri Snær Birgisson var sýknaður af ákæru um hryðjverk í dag en sakfelldur fyrir vopnalagabrot. Vísir/Hulda Margrét Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent