Héraðsdómur segir Sindra mögulega hafa haft illvirki í huga Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 16:39 Sindri Snær Birgisson var sýknaður af ákæru um hryðjverk í dag en sakfelldur fyrir vopnalagabrot. Vísir/Hulda Margrét Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52