Fyrrverandi eigandi Wok On meðal sakborninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2024 14:59 Grunur er upp um að fólk sem vann fyrir Davíð Viðarsson hafi komið hingað til lands á grundvelli sérfræðingaleyfis. Vísir Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fyrst var greint frá hver hin handteknu væru og íslenska sakborningnum í Kastljósi í gærkvöldi. Quang Le er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í gegnum fyrirtæki sín Vy-þrif, Pho Vietnam og svo síðast Wok On. Veitingastaða- og fasteignaveldi Quang Le er umfangsmikið en skuldir þó miklar. Málið hefur verið á forsíðum fjölmiðla síðan í byrjun október þegar í ljós kom að fleiri tonn af matvælum hefðu fundist í ólöglegum matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni í Reykjavík. Dauðar rottur og rottuskítur voru í geymslunni þegar heilbrigðiseftirlitið mætti óvænt til að kynna sér málið. Starfsfólk hvarf á hlaupum og reyndi svo við förgun matvæla að koma þeim undan. Á lagernum voru vísbendingar um að fólk hefði gist þar en dýnur og uppsett tjald var í geymslunni. Bróðir og kærasta í varðhaldi Lögregla réðst í aðgerðir fyrir rúmri viku og fór í húsleit á 25 stöðum um landið. Sex voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um aðild að málinu. Varðhaldið var framlengt um tvær vikur í gær. Auk Quang Le er kærasta hans til margra ára í varðhaldi. Sömuleiðis bróðir hans og kona. Þá er kona sem starfaði sem bókari fyrir Quang Le á meðal þeirra sex í varðhaldi. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver sjötti einstaklingurinn er sem sætir varðhaldi. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þau eru grunuð um aðild að mansali, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. Í ómögulegri stöðu Samkvæmt heimildum fréttastofu felst mansalsangi málsins í því hvernig Quang Le fékk starfsfólk til landsins frá Víetnam um árabil. Mansalið fór þannig fram að Quang Le útvegaði pappíra frá Víetnam sem staðfestu að viðkomandi starfsmaður hefði reynslu sem kokkur og væri menntaður á því sviði. Fólkið greiddi Quang Le nokkrar milljónir króna fyrir en stærðargráðan sem fréttastofa hefur heimildir fyrir er á bilinu sjö til átta milljónir króna. Þá var starfsfólkið látið greiða hluta launa sinna aftur til Quang Le eftir að það hafði fengið útborgað. Þá var fólk látið vinna lengri vaktir og fleiri dagar en um var getið í starfsmannasamningi. Tólf til fjórtán tíma vinnudaga sex til sjö daga vikunnar. Fólkið frá Víetnam talaði upp til hópa hvorki ensku né íslensku og stendur því ekki vel að vígi hér á landi. Þá var það í þeirri stöðu að gegndi það ekki og því yrði sagt upp ættu þau á hættu að verða send aftur til síns heima í Víetnam. Fréttastofa hefur rætt við fólk sem þekkir til Quang Le. Í þeim samtölum kemur fram að breytingin á nafninu, yfir í Davíð Viðarsson, í haust hafi komið á óvart. Þrátt fyrir nafnabreytingu hafi enginn kallað hann Davíð. Þá hafi vakið athygli að nafnabreytingin var gerð rétt um það leyti sem heilbrigðiseftirlitið kom upp um matvælalagerinn í Sóltúni. Sá Wok On fyrir starfsfólki Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi Wok On, á meðal sakborninga í málinu, einn Íslendinga. Kristján Ólafur stofnaði Wok On í júní 2016 og stækkaði reksturinn hratt. Stöðunum fjölgaði og veltunni um leið. Kristján Ólafur hefur ekki viljað svara fyrirspurnum fréttastofu um málið en tjáði fréttastofu fyrir viku, í kjölfar umfangsmikilla aðgerða lögreglu, að lögregla hefði ekki rætt við sig. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það breyst og hefur lögregla rætt við Kristján Ólaf vegna málsins. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Quang Le hafi séð Wok On fyrir starfsfólki sem gekk vaktir sem brutu í bága við starfsmannasamning þeirra og vinnulöggjöf. Kristján Ólafur sagði í tilkynningu fyrir hönd Wok On í nóvember að Wok On hefði engin tengsl við matvælalagerinn ólöglega í Sóltúni. Þá hefði Davíð engin tengsl við Wok On þó hann ætti 40 prósenta hlutfall í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækti veitingastaðina á Höfða og í Hafnarfirði. Eigendaskiptin í raun árið 2023 Samkvæmt gögnum í fyrirtækjaskrá urðu eigendaskipti hjá Wok On í janúar síðastliðnum þegar Quang Le varð eigandi og Kristján Ólafur hætti. Nokkrum vikum síðar fékk Kristján Ólafur níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik. Hann framdi brotin sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Var hann dæmdur til að greiða 87 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Kristján Ólafur hefur ekkert viljað tjá sig um söluna á Wok On til Quang Le. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá urðu eigendaskiptin nokkrum vikum fyrr þótt ekki hafi verið skrifað undir eigendaskiptin formlega fyrr en um miðjan janúar. Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu en fyrst var greint frá hver hin handteknu væru og íslenska sakborningnum í Kastljósi í gærkvöldi. Quang Le er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í gegnum fyrirtæki sín Vy-þrif, Pho Vietnam og svo síðast Wok On. Veitingastaða- og fasteignaveldi Quang Le er umfangsmikið en skuldir þó miklar. Málið hefur verið á forsíðum fjölmiðla síðan í byrjun október þegar í ljós kom að fleiri tonn af matvælum hefðu fundist í ólöglegum matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni í Reykjavík. Dauðar rottur og rottuskítur voru í geymslunni þegar heilbrigðiseftirlitið mætti óvænt til að kynna sér málið. Starfsfólk hvarf á hlaupum og reyndi svo við förgun matvæla að koma þeim undan. Á lagernum voru vísbendingar um að fólk hefði gist þar en dýnur og uppsett tjald var í geymslunni. Bróðir og kærasta í varðhaldi Lögregla réðst í aðgerðir fyrir rúmri viku og fór í húsleit á 25 stöðum um landið. Sex voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um aðild að málinu. Varðhaldið var framlengt um tvær vikur í gær. Auk Quang Le er kærasta hans til margra ára í varðhaldi. Sömuleiðis bróðir hans og kona. Þá er kona sem starfaði sem bókari fyrir Quang Le á meðal þeirra sex í varðhaldi. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver sjötti einstaklingurinn er sem sætir varðhaldi. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þau eru grunuð um aðild að mansali, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. Í ómögulegri stöðu Samkvæmt heimildum fréttastofu felst mansalsangi málsins í því hvernig Quang Le fékk starfsfólk til landsins frá Víetnam um árabil. Mansalið fór þannig fram að Quang Le útvegaði pappíra frá Víetnam sem staðfestu að viðkomandi starfsmaður hefði reynslu sem kokkur og væri menntaður á því sviði. Fólkið greiddi Quang Le nokkrar milljónir króna fyrir en stærðargráðan sem fréttastofa hefur heimildir fyrir er á bilinu sjö til átta milljónir króna. Þá var starfsfólkið látið greiða hluta launa sinna aftur til Quang Le eftir að það hafði fengið útborgað. Þá var fólk látið vinna lengri vaktir og fleiri dagar en um var getið í starfsmannasamningi. Tólf til fjórtán tíma vinnudaga sex til sjö daga vikunnar. Fólkið frá Víetnam talaði upp til hópa hvorki ensku né íslensku og stendur því ekki vel að vígi hér á landi. Þá var það í þeirri stöðu að gegndi það ekki og því yrði sagt upp ættu þau á hættu að verða send aftur til síns heima í Víetnam. Fréttastofa hefur rætt við fólk sem þekkir til Quang Le. Í þeim samtölum kemur fram að breytingin á nafninu, yfir í Davíð Viðarsson, í haust hafi komið á óvart. Þrátt fyrir nafnabreytingu hafi enginn kallað hann Davíð. Þá hafi vakið athygli að nafnabreytingin var gerð rétt um það leyti sem heilbrigðiseftirlitið kom upp um matvælalagerinn í Sóltúni. Sá Wok On fyrir starfsfólki Samkvæmt heimildum fréttastofu er Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi Wok On, á meðal sakborninga í málinu, einn Íslendinga. Kristján Ólafur stofnaði Wok On í júní 2016 og stækkaði reksturinn hratt. Stöðunum fjölgaði og veltunni um leið. Kristján Ólafur hefur ekki viljað svara fyrirspurnum fréttastofu um málið en tjáði fréttastofu fyrir viku, í kjölfar umfangsmikilla aðgerða lögreglu, að lögregla hefði ekki rætt við sig. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það breyst og hefur lögregla rætt við Kristján Ólaf vegna málsins. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Quang Le hafi séð Wok On fyrir starfsfólki sem gekk vaktir sem brutu í bága við starfsmannasamning þeirra og vinnulöggjöf. Kristján Ólafur sagði í tilkynningu fyrir hönd Wok On í nóvember að Wok On hefði engin tengsl við matvælalagerinn ólöglega í Sóltúni. Þá hefði Davíð engin tengsl við Wok On þó hann ætti 40 prósenta hlutfall í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækti veitingastaðina á Höfða og í Hafnarfirði. Eigendaskiptin í raun árið 2023 Samkvæmt gögnum í fyrirtækjaskrá urðu eigendaskipti hjá Wok On í janúar síðastliðnum þegar Quang Le varð eigandi og Kristján Ólafur hætti. Nokkrum vikum síðar fékk Kristján Ólafur níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik. Hann framdi brotin sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Var hann dæmdur til að greiða 87 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Kristján Ólafur hefur ekkert viljað tjá sig um söluna á Wok On til Quang Le. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá urðu eigendaskiptin nokkrum vikum fyrr þótt ekki hafi verið skrifað undir eigendaskiptin formlega fyrr en um miðjan janúar.
Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Lögreglumál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira