Þarf stórslys til ... Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2024 09:00 ... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Umferðaröryggi Reykhólahreppur Borgarbyggð Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar