Vonbrigði að stúdentum bjóðist ekki mótvægisaðgerðir samhliða gjaldskyldu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2024 20:01 Stúdentaráð Háskóla Íslands kaus gegn tillögu um gjaldskyldu þrátt fyrir að vera sammála því markmiði að draga úr umferðarþunga á háskólasvæðinu. Stúdentum hafi þótt mikilvægt að innleiða mótvægisaðgerðir samhliða slíkri breytingu. Vísir/Arnar Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans. Háskólaráð hefur ákveðið að hefja almenna gjaldtöku á bílastæðum skólans 1. september næstkomandi. Ákvörðunin er tekin til þess að stemma stigu við mikinn umferðarþunga á Háskólasvæðinu en það kostar háskólann um fimmtíu milljónir árlega að reka bílastæðin. Bílastæðum verður skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Á bílastæðum sem eru rauðmerkt verður áfram gjaldtaka líkt og verið hefur en á blámerktu bílastæðunum geta nemendur og starfsfólk Háskólan Íslands lagt gegn mánaðarlegri, vægri greiðslu.Grafík/Hjalti Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Rakel Anna Boulter, forseti stúdentaráðs, tekur undir þau sjónarmið að bregðast þurfi við auknum umferðarþunga á háskólasvæðinu en það sé ótækt að mótvægisaðgerðir hafi ekki fylgt ákvörðun um gjaldskyldu, líkt og kallað hafi verið eftir. „Það sem við vorum að horfa á í því samhengi var svokallaður „U-passi,“ sem erlendis þekkist sem „University pass“ en væri hægt að þýða sem umhverfispassa sem er þá niðurgreiddur passi af háskólanum í fjölbreyttar samgöngur; ekki bara árskort í strætó heldur kannski hopphjólin og fleiri samgöngumáta. Þess vegna er kosið gegn þessari tillögu vegna þess að slíkar mótvægisaðgerðir eru ekki til staðar og það eru gífurleg vonbrigði að svo sé ekki.“ Rakel segir þetta enn eina birtingarmynd undirfjármögnunar háskólans. „Undirfjármögnun Háskóla íslands bitnar fyrst og fremst á stúdentum.“ Júlíus Viggó segir að almenningssamgöngur séu ekki nægilega sterkar á Íslandi. Vísir/Arnar Júlíus Viggó Ólafsson, stúdentaráðsliði Vöku segir stúdenta ekki mega við íþyngjandi aðgerðum. Þetta sé hópur sem ekki hafi mikið á milli handanna en hann bendir á að almenningssamgöngukerfið sé ekki eins og best verði á kosið. „Ástæðan fyrir því að fólk nýtir sér ekki endilega strætó til að fara í skólann er ekki vegna þess að strætó sé of dýr, það er dýrt að reka bíl. Innviðirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir svo að allir geti nýtt sér strætó og almenningssamgöngur, til dæmis barnafólk, fólk sem er vinnandi eða fólk sem býr lengra frá miðsvæði höfuðborgarsvæðisins.“ Þess skal getið að í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands að fjárhagsstaða skólans byði ekki upp á að skólinn myndi niðurgreiða strætókort en tók fram að ákvörðun um gjaldtöku í haust væri fyrsta skref af nokkrum til að bregðast við þungri bílaumferð á svæðinu en að þau hafi í hyggju að reyna að koma á mótvægisvægisaðgerðum fyrir nemendur og starfsfólk síðar meir. Háskólar Hagsmunir stúdenta Umhverfismál Bílastæði Samgöngur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. 14. mars 2024 14:07 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Háskólaráð hefur ákveðið að hefja almenna gjaldtöku á bílastæðum skólans 1. september næstkomandi. Ákvörðunin er tekin til þess að stemma stigu við mikinn umferðarþunga á Háskólasvæðinu en það kostar háskólann um fimmtíu milljónir árlega að reka bílastæðin. Bílastæðum verður skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Á bílastæðum sem eru rauðmerkt verður áfram gjaldtaka líkt og verið hefur en á blámerktu bílastæðunum geta nemendur og starfsfólk Háskólan Íslands lagt gegn mánaðarlegri, vægri greiðslu.Grafík/Hjalti Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Rakel Anna Boulter, forseti stúdentaráðs, tekur undir þau sjónarmið að bregðast þurfi við auknum umferðarþunga á háskólasvæðinu en það sé ótækt að mótvægisaðgerðir hafi ekki fylgt ákvörðun um gjaldskyldu, líkt og kallað hafi verið eftir. „Það sem við vorum að horfa á í því samhengi var svokallaður „U-passi,“ sem erlendis þekkist sem „University pass“ en væri hægt að þýða sem umhverfispassa sem er þá niðurgreiddur passi af háskólanum í fjölbreyttar samgöngur; ekki bara árskort í strætó heldur kannski hopphjólin og fleiri samgöngumáta. Þess vegna er kosið gegn þessari tillögu vegna þess að slíkar mótvægisaðgerðir eru ekki til staðar og það eru gífurleg vonbrigði að svo sé ekki.“ Rakel segir þetta enn eina birtingarmynd undirfjármögnunar háskólans. „Undirfjármögnun Háskóla íslands bitnar fyrst og fremst á stúdentum.“ Júlíus Viggó segir að almenningssamgöngur séu ekki nægilega sterkar á Íslandi. Vísir/Arnar Júlíus Viggó Ólafsson, stúdentaráðsliði Vöku segir stúdenta ekki mega við íþyngjandi aðgerðum. Þetta sé hópur sem ekki hafi mikið á milli handanna en hann bendir á að almenningssamgöngukerfið sé ekki eins og best verði á kosið. „Ástæðan fyrir því að fólk nýtir sér ekki endilega strætó til að fara í skólann er ekki vegna þess að strætó sé of dýr, það er dýrt að reka bíl. Innviðirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir svo að allir geti nýtt sér strætó og almenningssamgöngur, til dæmis barnafólk, fólk sem er vinnandi eða fólk sem býr lengra frá miðsvæði höfuðborgarsvæðisins.“ Þess skal getið að í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands að fjárhagsstaða skólans byði ekki upp á að skólinn myndi niðurgreiða strætókort en tók fram að ákvörðun um gjaldtöku í haust væri fyrsta skref af nokkrum til að bregðast við þungri bílaumferð á svæðinu en að þau hafi í hyggju að reyna að koma á mótvægisvægisaðgerðum fyrir nemendur og starfsfólk síðar meir.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Umhverfismál Bílastæði Samgöngur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. 14. mars 2024 14:07 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16
Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. 14. mars 2024 14:07