Ef sænska krónan er of lítil hvað er þá sú íslenska? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2024 08:30 Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Evrópusambandið Viðreisn Svíþjóð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun