„Kvótasetning grásleppu snýst um að tryggja arðsemi“? Örn Pálsson skrifar 18. mars 2024 08:31 Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Það er skoðun mín að fækkun báta stafi ekki af því að grásleppan er utan kvóta. Fjöldi á veiðum ræðst af öðrum þáttum. Eftirspurn, leyfilegum heildarafla, væntanlegri veiði og verði sem í boði er. Jafnframt möguleikum til annarra veiða, atvinnuástandi og fleiri þáttum. Þá er ótalið að markaður fyrir afurðina hefur dregist saman um þriðjung á sl. tveimur áratugum og er nú aðeins helmingur sem hann var fyrir 30 árum. Auk þess sem Grænlendingar eru orðnir jafnokar okkar í veiðum. Árin 2020 og 2021 varð offramboð sem olli verðfalli eftir gríðarhátt verð 2019. Veiðar á sl. þrem vertíðum guldu þessa með minni eftirspurn, lágu verði og fækkun báta á grásleppu. Sambærileg dæmi hafa átt sér stað gegnum árin, t.d. 2010, 2011 og 2012, þegar heimsveiðin fór vel umfram eftirspurn. Myndin sýnir fjölda báta á veiðum sl. 20 vertíðir. Í frétt RÚV var mikil áhersla lögð á að koma til skila orðum formanns atvinnuveganefndar: „Að tryggja arðsemi í greininni“. Lykilinn að þeim dýrðarljóma sé að finna í frumvarpinu sem hann hefur mælt fyrir og felur í sér að setja grásleppuna í aflamark. Stjórna veiðunum með kvóta á hvern bát, þar sem aflahlutdeild færi eftir veiðireynslu hvers og eins. Rétt er að vekja athygli á að í fréttinni sagði formaðurinnekki enn vera víst að kvótasetning yrði ofan á. Í máli LS með atvinnuveganefnd 12. mars sl. var vakin athygli á nokkrum torfærum sem nefndin yrði að yfirstíga við ákvörðun um hvort frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Ítrekuð var andstaða LS við frumvarpið sem fram kom í umsögn við það samhliða að bætt vvar við eftirfarandi þáttum. Fyrir Landsrétti er þjóðin í vörn gegn kröfu Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. um að fá greiddar bætur vegna kvótasetningar á makríl. Ef allt fer á versta veg kostar það þjóðina á annan milljarð. Auk þess sem niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar stórútgerðir sem leitt gæti til tíföldunar upphæðarinnar. Nýlegur dómur í Landsrétti sagði seljanda eiga rétt til aflaheimilda í makríl en ekki kaupandi viðkomandi báts. Frumvarpið gæti leitt af sér ómæld vandræði fyrir aðila sem keypt hafa grásleppubáta með veiðireynslu. Fyrir tveimur áratugum ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að kvótasetja smábáta þar sem ákveðinn fjöldi daga voru ígildi veiðiheimilda, eins og nú gildir um grásleppuna. Þá var ákveðið að skipta samkvæmt aflareynslu, en jafnframt að tryggja að allir fengju ákveðið lágmark – 15 tonn af óslægðum þorski. Í 75. grein stjórnarskrár hins íslenska lýðveldisins segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleif að stunda veiðarnar. Að mati Hafrannsóknastofnunar er grásleppanekki ofveidd innan núverandi veiðistjórnunarkerfis. Stjórnunin tryggir öllum grásleppubátum jafnmarga daga til veiða. Fullyrða má að almannahagsmunir krefjist þess ekki að þeir séu sviptir þeim rétti. Í lok fundar atvinnuveganefndar með LS var vakin athygli á nokkrum kostum við núverandi veiðistjórn. Hverju leyfi fylgja jafnmargir dagar til veiða – tryggir jafnræði Veiðarnar bundnar við smábáta – báta minni en 15 brt. Engin veiðiskylda Fjöldi leyfa tryggir nýtingu veiðiheimilda við góð verðtilboð Gefur nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð Viðheldur áratuga menningu sjávarbyggða Veiðarnar eru sjálfbærar – geta ekki ofveitt stofninn Viðheldur jafnvægi í veiðum smábáta Við þessi skrif fékk ég símtal frá grásleppusjómanni sem hlýtt hafði á frétt RÚV. Hann spurði: Arðsemi fyrir hvern? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Það er skoðun mín að fækkun báta stafi ekki af því að grásleppan er utan kvóta. Fjöldi á veiðum ræðst af öðrum þáttum. Eftirspurn, leyfilegum heildarafla, væntanlegri veiði og verði sem í boði er. Jafnframt möguleikum til annarra veiða, atvinnuástandi og fleiri þáttum. Þá er ótalið að markaður fyrir afurðina hefur dregist saman um þriðjung á sl. tveimur áratugum og er nú aðeins helmingur sem hann var fyrir 30 árum. Auk þess sem Grænlendingar eru orðnir jafnokar okkar í veiðum. Árin 2020 og 2021 varð offramboð sem olli verðfalli eftir gríðarhátt verð 2019. Veiðar á sl. þrem vertíðum guldu þessa með minni eftirspurn, lágu verði og fækkun báta á grásleppu. Sambærileg dæmi hafa átt sér stað gegnum árin, t.d. 2010, 2011 og 2012, þegar heimsveiðin fór vel umfram eftirspurn. Myndin sýnir fjölda báta á veiðum sl. 20 vertíðir. Í frétt RÚV var mikil áhersla lögð á að koma til skila orðum formanns atvinnuveganefndar: „Að tryggja arðsemi í greininni“. Lykilinn að þeim dýrðarljóma sé að finna í frumvarpinu sem hann hefur mælt fyrir og felur í sér að setja grásleppuna í aflamark. Stjórna veiðunum með kvóta á hvern bát, þar sem aflahlutdeild færi eftir veiðireynslu hvers og eins. Rétt er að vekja athygli á að í fréttinni sagði formaðurinnekki enn vera víst að kvótasetning yrði ofan á. Í máli LS með atvinnuveganefnd 12. mars sl. var vakin athygli á nokkrum torfærum sem nefndin yrði að yfirstíga við ákvörðun um hvort frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Ítrekuð var andstaða LS við frumvarpið sem fram kom í umsögn við það samhliða að bætt vvar við eftirfarandi þáttum. Fyrir Landsrétti er þjóðin í vörn gegn kröfu Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. um að fá greiddar bætur vegna kvótasetningar á makríl. Ef allt fer á versta veg kostar það þjóðina á annan milljarð. Auk þess sem niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar stórútgerðir sem leitt gæti til tíföldunar upphæðarinnar. Nýlegur dómur í Landsrétti sagði seljanda eiga rétt til aflaheimilda í makríl en ekki kaupandi viðkomandi báts. Frumvarpið gæti leitt af sér ómæld vandræði fyrir aðila sem keypt hafa grásleppubáta með veiðireynslu. Fyrir tveimur áratugum ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að kvótasetja smábáta þar sem ákveðinn fjöldi daga voru ígildi veiðiheimilda, eins og nú gildir um grásleppuna. Þá var ákveðið að skipta samkvæmt aflareynslu, en jafnframt að tryggja að allir fengju ákveðið lágmark – 15 tonn af óslægðum þorski. Í 75. grein stjórnarskrár hins íslenska lýðveldisins segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleif að stunda veiðarnar. Að mati Hafrannsóknastofnunar er grásleppanekki ofveidd innan núverandi veiðistjórnunarkerfis. Stjórnunin tryggir öllum grásleppubátum jafnmarga daga til veiða. Fullyrða má að almannahagsmunir krefjist þess ekki að þeir séu sviptir þeim rétti. Í lok fundar atvinnuveganefndar með LS var vakin athygli á nokkrum kostum við núverandi veiðistjórn. Hverju leyfi fylgja jafnmargir dagar til veiða – tryggir jafnræði Veiðarnar bundnar við smábáta – báta minni en 15 brt. Engin veiðiskylda Fjöldi leyfa tryggir nýtingu veiðiheimilda við góð verðtilboð Gefur nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð Viðheldur áratuga menningu sjávarbyggða Veiðarnar eru sjálfbærar – geta ekki ofveitt stofninn Viðheldur jafnvægi í veiðum smábáta Við þessi skrif fékk ég símtal frá grásleppusjómanni sem hlýtt hafði á frétt RÚV. Hann spurði: Arðsemi fyrir hvern? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun