Eflum fjármálalæsi barna og ungmenna Bryndís Lára Halldórsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:31 Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun