Mikilvægar breytingar á úrræði greiðsluaðlögunar Ásta S. Helgadóttir skrifar 20. mars 2024 08:31 Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum UMS getur nú lagt til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðkröfum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir veðlána við ákveðnar aðstæður og heimild til að leggja til lægri afborganir veðlána er rýmkuð. Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár. Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heildstæðara úrræði Til að úrræðið verði heildstæðara verða gerðar ákveðnar breytingar á meðferð krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar. Kröfur á borð við virðisaukaskatt, fésektir og meðlagsskuldir geta með þessu orðið hluti af greiðsluáætlun samnings þrátt fyrir að ekki sé heimilt að kveða á um eftirgjöf á þeim. Með þessu móti þurfa einstaklingar ekki að semja sjálfir sérstaklega við hlutaðeigandi kröfuhafa. Þá er sú breyting gerð að virkar kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falla undir úrræðið. Ábyrgðarmenn á námslánum, sem glíma við fjárhagserfiðleika, geta nú leitað heildstæðrar lausnar í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Rýmkun á skilyrðum Skilyrði eru rýmkuð með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar. Þá geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis nú leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig ber að nefna að umsækjendum er nú auðveldað til muna að óska eftir breytingu á samningi um greiðsluaðlögun ef upp koma sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður. Heimildir Creditinfo takmarkaðar Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Greiðsluaðlögun var fyrst sett á laggirnar árið 2010 og hafa um 8.800 umsóknir borist frá upphafi. Úrræðið hefur margsannað gildi sitt en mikil þörf hefur verið fyrir endurskoðun laganna. UMS fagnar því mjög breytingunum sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til á málaflokknum gegnum árin. Höfundur er umboðsmaður skuldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum UMS getur nú lagt til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðkröfum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir veðlána við ákveðnar aðstæður og heimild til að leggja til lægri afborganir veðlána er rýmkuð. Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár. Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heildstæðara úrræði Til að úrræðið verði heildstæðara verða gerðar ákveðnar breytingar á meðferð krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar. Kröfur á borð við virðisaukaskatt, fésektir og meðlagsskuldir geta með þessu orðið hluti af greiðsluáætlun samnings þrátt fyrir að ekki sé heimilt að kveða á um eftirgjöf á þeim. Með þessu móti þurfa einstaklingar ekki að semja sjálfir sérstaklega við hlutaðeigandi kröfuhafa. Þá er sú breyting gerð að virkar kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falla undir úrræðið. Ábyrgðarmenn á námslánum, sem glíma við fjárhagserfiðleika, geta nú leitað heildstæðrar lausnar í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Rýmkun á skilyrðum Skilyrði eru rýmkuð með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar. Þá geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis nú leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig ber að nefna að umsækjendum er nú auðveldað til muna að óska eftir breytingu á samningi um greiðsluaðlögun ef upp koma sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður. Heimildir Creditinfo takmarkaðar Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Greiðsluaðlögun var fyrst sett á laggirnar árið 2010 og hafa um 8.800 umsóknir borist frá upphafi. Úrræðið hefur margsannað gildi sitt en mikil þörf hefur verið fyrir endurskoðun laganna. UMS fagnar því mjög breytingunum sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til á málaflokknum gegnum árin. Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun