Kvörtunum vegna vetrarþjónustu fækkað um sjötíu prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2024 18:20 Dóra segir hreinsun húsagatna nú taka einn til tvo daga en áður hafi hún tekið fjóra til fimm daga. Vísir/Vilhelm Ánægja borgarbúa með vetrarþjónustu virðist hafa stóraukist í kjölfar umræddrar heildarendurskoðunnar stýrihóps. Kvörtunum vegna vetrarþjónustu í Reykjavík fækkaði um sjötíu prósent milli ára. Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent. Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent.
Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira