Siðferði fótboltasamfélagsins – áskorun til KSÍ Ingólfur Gíslason skrifar 20. mars 2024 12:01 Ég á langa sögu sem stuðningsmaður landsliða Íslands í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn sem ég fór á var Ísland-Wales árið 1980, þá var ég sex ára gamall. Því miður tapaðist leikurinn 0-4 en mörgum árum síðar fór ég til Frakklands og sá Ísland gera jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Og þá er fátt eitt upp talið af landsleikjum sem ég hef farið á. Ég lék líka knattspyrnu í keppnum á vegum KSÍ í yngri flokkum. Mér finnst reyndar fátt eða ekkert jafn skemmtilegt og að spila fótbolta þegar vel tekst til. Ég geri ráð fyrir að fleiri þekki það dásamlega flæðisástand sem hægt er að komast í þegar maður finnur sig vel á vellinum. Nú stendur til að karlalandsliðið spili við landslið landtökunýlendunnar Ísrael. Mér líst ekki vel á það þar sem Ísraelsríki stendur í árásarstríði gegn Palestínufólki. Alþjóðadómstóllinn hefur úrskurðað til bráðabirgða að það sé rökstuddur grunur um að Ísrael stundi þjóðarmorð á Gaza í Palestínu. Mér og fleirum er gersamlega ofboðið, því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Fleira og fleira fólk hefur kynnt sér stöðuna og áttað sig á því gengdarlausa ofbeldi sem fólkið Palestínu þarf að þola, og hefur þurft að þola í ótal myndum í marga áratugi. Fyrir okkur fótboltaáhugafólkið er sérlega vont að vita til þess að Ísraelsher hafi fyrir nokkrum dögum drepið fyrrum landsliðsmann Palestínu í knattspyrnu, Mohammed Barakat, en reyndar hefur herinn drepið mun fleiri fótboltamenn þó að erfitt sé að segja nákvæmlega hve marga. Samkvæmt einni heimild hefur Ísrael drepið um níutíu fótboltamenn í útrýmingarstríðinu sem nú stendur yfir. Ég veit að það er ekkert smá mál að taka afstöðu innan alþjóðlegra íþróttahreyfinga á borð við FIFA, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Til dæmis ákvað stjórn KSÍ árið 2022 að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið myndi leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stæði. Það var rétt ákvörðun. Það var líka rétt og mikilvægt hjá FIFA að útiloka Suður-Afríku frá keppni í þrjátíu ár, frá 1961 til 1991, á meðan þar ríkti kynþáttaaðskilnaður. Tólf knattspyrnusambönd í Mið-Austurlöndum hafa nú farið fram á að Ísrael verði útilokað frá keppnum FIFA. Nú er tækifæri til þess að taka aftur rétta ákvörðun og sniðganga leiki við Ísrael. Ég hvet KSÍ til að taka skýra afstöðu og beita sér gegn þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum FIFA. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég á langa sögu sem stuðningsmaður landsliða Íslands í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn sem ég fór á var Ísland-Wales árið 1980, þá var ég sex ára gamall. Því miður tapaðist leikurinn 0-4 en mörgum árum síðar fór ég til Frakklands og sá Ísland gera jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Og þá er fátt eitt upp talið af landsleikjum sem ég hef farið á. Ég lék líka knattspyrnu í keppnum á vegum KSÍ í yngri flokkum. Mér finnst reyndar fátt eða ekkert jafn skemmtilegt og að spila fótbolta þegar vel tekst til. Ég geri ráð fyrir að fleiri þekki það dásamlega flæðisástand sem hægt er að komast í þegar maður finnur sig vel á vellinum. Nú stendur til að karlalandsliðið spili við landslið landtökunýlendunnar Ísrael. Mér líst ekki vel á það þar sem Ísraelsríki stendur í árásarstríði gegn Palestínufólki. Alþjóðadómstóllinn hefur úrskurðað til bráðabirgða að það sé rökstuddur grunur um að Ísrael stundi þjóðarmorð á Gaza í Palestínu. Mér og fleirum er gersamlega ofboðið, því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Fleira og fleira fólk hefur kynnt sér stöðuna og áttað sig á því gengdarlausa ofbeldi sem fólkið Palestínu þarf að þola, og hefur þurft að þola í ótal myndum í marga áratugi. Fyrir okkur fótboltaáhugafólkið er sérlega vont að vita til þess að Ísraelsher hafi fyrir nokkrum dögum drepið fyrrum landsliðsmann Palestínu í knattspyrnu, Mohammed Barakat, en reyndar hefur herinn drepið mun fleiri fótboltamenn þó að erfitt sé að segja nákvæmlega hve marga. Samkvæmt einni heimild hefur Ísrael drepið um níutíu fótboltamenn í útrýmingarstríðinu sem nú stendur yfir. Ég veit að það er ekkert smá mál að taka afstöðu innan alþjóðlegra íþróttahreyfinga á borð við FIFA, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Til dæmis ákvað stjórn KSÍ árið 2022 að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið myndi leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stæði. Það var rétt ákvörðun. Það var líka rétt og mikilvægt hjá FIFA að útiloka Suður-Afríku frá keppni í þrjátíu ár, frá 1961 til 1991, á meðan þar ríkti kynþáttaaðskilnaður. Tólf knattspyrnusambönd í Mið-Austurlöndum hafa nú farið fram á að Ísrael verði útilokað frá keppnum FIFA. Nú er tækifæri til þess að taka aftur rétta ákvörðun og sniðganga leiki við Ísrael. Ég hvet KSÍ til að taka skýra afstöðu og beita sér gegn þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum FIFA. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar