Gera tilraunir með skafrenningsmæli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2024 21:01 Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands segir verið að reyna fjölmörg mælitæki til að bæta vöktun. Vísir/Einar Tilraunir hafa verið gerðar með skafrenningsmæli á Steingrímsfjarðarheiði í vetur en vonir standa til að mælirinn komi til með að nýtast við að meta snjóflóðahættu. Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands á Ísafirði hefur í vetur verið að gera tilraunir með skafrenningsmæli á Steingrímsfjarðarheiði. „Við vonumst þá til þess að hann gefi okkur betri upplýsingar en við höfum núna um það magn sem er á ferðinni og skefur af fjallstoppum og niður í upptakasvæði snjóflóða. Þannig að hann geti hjálpað okkur við að meta þar af leiðandi snjóflóðahættu,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Skafrenningur sé einn af meginþáttunum í snjóflóðahættu á Íslandi og því til mikils að vinna með að fylgjast vel með honum. „Þegar við erum með skafrenning þá getur snjór safnast svo hratt fyrir í upptakasvæðum og þá verða snjóalög óstöðug og snjóflóð geta farið af stað.“ Það kemur ekki í ljós hversu vel mælirinn virkar fyrr en í vor en Harpa segir mikla grósku í þróun mælitækja til að vakta ofanflóð. Þá sé líka verið að bæta aðferðir til að nýta gögn úr gervitunglum við vöktun. Allt þetta komi til með að nýtast vel á næstu árum. „Það er gert ráð fyrir því með hlýnandi loftslagi að hitastigið hækki aðeins. Úrkoma aukist. Við fáum fleiri svona hlákutímabil að vetrarlagi og lengri og við fáum tímabil með ákafari rigningu en áður og allt þetta getur leitt til þess að krapaflóðum fjölgi sérstaklega og skriðum.“ Ísafjarðarbær Veður Vegagerð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands á Ísafirði hefur í vetur verið að gera tilraunir með skafrenningsmæli á Steingrímsfjarðarheiði. „Við vonumst þá til þess að hann gefi okkur betri upplýsingar en við höfum núna um það magn sem er á ferðinni og skefur af fjallstoppum og niður í upptakasvæði snjóflóða. Þannig að hann geti hjálpað okkur við að meta þar af leiðandi snjóflóðahættu,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Skafrenningur sé einn af meginþáttunum í snjóflóðahættu á Íslandi og því til mikils að vinna með að fylgjast vel með honum. „Þegar við erum með skafrenning þá getur snjór safnast svo hratt fyrir í upptakasvæðum og þá verða snjóalög óstöðug og snjóflóð geta farið af stað.“ Það kemur ekki í ljós hversu vel mælirinn virkar fyrr en í vor en Harpa segir mikla grósku í þróun mælitækja til að vakta ofanflóð. Þá sé líka verið að bæta aðferðir til að nýta gögn úr gervitunglum við vöktun. Allt þetta komi til með að nýtast vel á næstu árum. „Það er gert ráð fyrir því með hlýnandi loftslagi að hitastigið hækki aðeins. Úrkoma aukist. Við fáum fleiri svona hlákutímabil að vetrarlagi og lengri og við fáum tímabil með ákafari rigningu en áður og allt þetta getur leitt til þess að krapaflóðum fjölgi sérstaklega og skriðum.“
Ísafjarðarbær Veður Vegagerð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira