Forsprakki verkefnisins „Stækkaðu framtíðina“ heimsótti Landakotsskóla Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2024 07:00 Úr Landakotsskóla í gær. Breski sendiherrann Bryony Mathew var í hópi þeirra sem heimsóttu börnin. Breska sendiráðið Forsprakki verkefnisins „Stækkaðu framtíðina”, Bretinn Nick Chambers, var í hópi fólks sem heimsótti 5. bekk Landakotsskóla í Reykjavík í gær þar sem spjallað var um starfstækifæri framtíðarinnar, fjölbreytileika og framtíðardrauma nemenda. Auk Chambers heimsótti breski sendiherrann Bryony Mathew og Sævar Helgi Bragason nemendurna. Tilefni heimsóknarinnar var verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ sem ætlað er að tengja fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu og menntun, en ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, kynntu verkefnið í síðasta mánuði. Verkefnið verður í umsjá Nýsköpunar- og menntasamfélags (NýMennt) á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er aðalskipuleggjandi þess Ragna Skinner, verkefnastjóri hjá háskólanum. Í heimsókninni í Landakotsskóla gaf Sævar Helgi, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, krökkunum innsýn í starf sitt og hvað leiddi hann þangað. Nick Chambers, Bryony Mathew og Sævar Helgi Bragason í Landakotsskóla.Breska sendiráðið Nick Chambers er forsprakki upprunalegu útgáfu verkefnisins í Bretlandi sem nefnist Inspiring the Future og var sett á laggirnar í Bretlandi árið 2012. Verkefnið hefur einnig verið sett upp í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Sviss. Nick kom til landsins á vegum breska sendiráðsins til að ræða meðal annars við ýmsa tengiliði úr skólakerfinu og stjórnmálum. Nú þegar hafa yfir sex hundruð sjálfboðaliðar skráð sig til leiks en í heimsókn sinni hefur Nick lagt áherslu á að fá eins fjölbreyttan hóp sjálfboðaliða og mögulegt er, og hvetur fólk í öllum starfsgreinum og hlutverkum að skrá sig. Breski sendiherrann Dr Bryony Mathew hefur sjálf skráð sig sem sjálfboðaliða í verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ en hún hefur einnig verið sjálfboðaliði hjá „Inspiring the Future“ í nokkurn tíma og talað við fjölda nemenda í Bretlandi í gegnum fjarfundarbúnað. Breska sendiráðið „Á Íslandi fer Bryony í grunnskóla víða um Ísland ásamt Sunnu Marteinsdóttur og Berglindi Jónsdóttur sem einnig starfa í sendiráðinu, en nú hafa þær hitt yfir 600 börn á landinu þar sem þær kynna bókina „Tæknitröll og íseldfjöll“ sem Bryony skrifaði fyrir íslensk börn um spennandi störf framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu. Breska sendiráðið Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Bretland Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vilja fá vinnandi fólk til að segja börnum frá vinnumarkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina. Í tilkynningu um verkefnið segir að markmið þess sé að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segi nemendum frá starfi sínu og menntun. 29. febrúar 2024 13:58 Bein útsending: Stækkaðu framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina. 29. febrúar 2024 13:35 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Tilefni heimsóknarinnar var verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ sem ætlað er að tengja fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu og menntun, en ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, kynntu verkefnið í síðasta mánuði. Verkefnið verður í umsjá Nýsköpunar- og menntasamfélags (NýMennt) á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er aðalskipuleggjandi þess Ragna Skinner, verkefnastjóri hjá háskólanum. Í heimsókninni í Landakotsskóla gaf Sævar Helgi, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, krökkunum innsýn í starf sitt og hvað leiddi hann þangað. Nick Chambers, Bryony Mathew og Sævar Helgi Bragason í Landakotsskóla.Breska sendiráðið Nick Chambers er forsprakki upprunalegu útgáfu verkefnisins í Bretlandi sem nefnist Inspiring the Future og var sett á laggirnar í Bretlandi árið 2012. Verkefnið hefur einnig verið sett upp í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Sviss. Nick kom til landsins á vegum breska sendiráðsins til að ræða meðal annars við ýmsa tengiliði úr skólakerfinu og stjórnmálum. Nú þegar hafa yfir sex hundruð sjálfboðaliðar skráð sig til leiks en í heimsókn sinni hefur Nick lagt áherslu á að fá eins fjölbreyttan hóp sjálfboðaliða og mögulegt er, og hvetur fólk í öllum starfsgreinum og hlutverkum að skrá sig. Breski sendiherrann Dr Bryony Mathew hefur sjálf skráð sig sem sjálfboðaliða í verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ en hún hefur einnig verið sjálfboðaliði hjá „Inspiring the Future“ í nokkurn tíma og talað við fjölda nemenda í Bretlandi í gegnum fjarfundarbúnað. Breska sendiráðið „Á Íslandi fer Bryony í grunnskóla víða um Ísland ásamt Sunnu Marteinsdóttur og Berglindi Jónsdóttur sem einnig starfa í sendiráðinu, en nú hafa þær hitt yfir 600 börn á landinu þar sem þær kynna bókina „Tæknitröll og íseldfjöll“ sem Bryony skrifaði fyrir íslensk börn um spennandi störf framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu. Breska sendiráðið
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Bretland Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vilja fá vinnandi fólk til að segja börnum frá vinnumarkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina. Í tilkynningu um verkefnið segir að markmið þess sé að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segi nemendum frá starfi sínu og menntun. 29. febrúar 2024 13:58 Bein útsending: Stækkaðu framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina. 29. febrúar 2024 13:35 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Vilja fá vinnandi fólk til að segja börnum frá vinnumarkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina. Í tilkynningu um verkefnið segir að markmið þess sé að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segi nemendum frá starfi sínu og menntun. 29. febrúar 2024 13:58
Bein útsending: Stækkaðu framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina. 29. febrúar 2024 13:35