Tveimur úr mansalsmálinu sleppt úr haldi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 11:06 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild segir engum haldið lengur í gæsluvarðhaldi en nauðsynlegt sé. Vísir/Vilhelm Tveimur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu mansalsmáli var sleppt úr haldi síðdegis í gær þar sem þeirra hlutur í málinu telst upplýstur. Rúv greindi fyrst frá og segir að samkvæmt heimildum séu þeir sem sleppt var úr haldi bókari hjá félagi athafnamannsins Davíðs Viðarsonar og faðir hennar. Í samtali við fréttastofu staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, að tveimur hafi verið sleppt en vill ekki greina nánar frá því hverjir það eru. Hann segir að hlutur fólksins sé upplýstur að því marki að ekki þurfi að halda þeim lengur. Við höldum engum lengur í gæsluvarðhaldi en við þurfum. Í frétt Rúv er tekið fram að ekki sé útilokað að fleiri losni úr haldi í dag. Aðspurður um þetta segir Grímur að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim sem séu nú eftir í haldi gildi fram á þriðjudag. Það sé endurmetið á hverjum degi hversu lengi þurfi að halda fólkinu. Níu hafa réttarstöðu sakbornings í málinu og að sögn Gríms hefur engin breyting orðið í þeim efnum. Fram hefur komið í máli Gríms að rökstuddur grunur sé hjá lögreglu um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir hann rannsókn miða vel en mikil vinna sé framundan við að fara yfir gögn sem voru handlögð í húsleitum og í aðgerðum lögreglu þann þann 5. mars. „Þetta er óskaplega mikið af gögnum, bæði skilvirk og rafræn. Við erum ekki næstum því búin að fara yfir þetta allt, það er mikið verk framundan í því áfram.“ Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Tengdar fréttir Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá og segir að samkvæmt heimildum séu þeir sem sleppt var úr haldi bókari hjá félagi athafnamannsins Davíðs Viðarsonar og faðir hennar. Í samtali við fréttastofu staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, að tveimur hafi verið sleppt en vill ekki greina nánar frá því hverjir það eru. Hann segir að hlutur fólksins sé upplýstur að því marki að ekki þurfi að halda þeim lengur. Við höldum engum lengur í gæsluvarðhaldi en við þurfum. Í frétt Rúv er tekið fram að ekki sé útilokað að fleiri losni úr haldi í dag. Aðspurður um þetta segir Grímur að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim sem séu nú eftir í haldi gildi fram á þriðjudag. Það sé endurmetið á hverjum degi hversu lengi þurfi að halda fólkinu. Níu hafa réttarstöðu sakbornings í málinu og að sögn Gríms hefur engin breyting orðið í þeim efnum. Fram hefur komið í máli Gríms að rökstuddur grunur sé hjá lögreglu um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir hann rannsókn miða vel en mikil vinna sé framundan við að fara yfir gögn sem voru handlögð í húsleitum og í aðgerðum lögreglu þann þann 5. mars. „Þetta er óskaplega mikið af gögnum, bæði skilvirk og rafræn. Við erum ekki næstum því búin að fara yfir þetta allt, það er mikið verk framundan í því áfram.“
Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Tengdar fréttir Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31