Stökkbreyting í alþjóðamálum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 21. mars 2024 14:31 Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Innrás Rússa í Úkraínu NATO Viðreisn Alþingi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun