Stökkbreyting í alþjóðamálum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 21. mars 2024 14:31 Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Innrás Rússa í Úkraínu NATO Viðreisn Alþingi Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022 og stendur enn, hefur gjörbreytt öryggisumhverfi Íslands, aðildarríka Evrópusambandsins og raunar heimsins alls. Óþarft er að fjölyrða um þær hörmungar sem stríðsátökin valda íbúum Úkraínu. Þær eru skelfilegar og munu setja mark sitt á þjóðina um ókomin ár. Þetta er ekki bara barátta Úkraínu fyrir frelsi sínu og fullveldi. Þetta er líka barátta um gildi í vestrænni samvinnu. Hagsmunir okkar eru ótvírætt að alþjóðalög og mannréttindi séu virt. Þess vegna er þetta barátta sem skiptir okkur Íslendinga miklu. Ísland stendur með Úkraínu Ísland hefur lýst yfir stuðningi við framtíðarsýn úkraínskra stjórnvalda um að tilheyra evrópsku lýðræðissamfélagi sem endurspeglast í umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu, þar með einnig Evrópska efnahagssvæðinu og NATO. Sú vegferð felur í sér víðtækar umbætur á stjórnarháttum í landinu, aðgerðir gegn spillingu, eflingu mannréttinda og kynjajafnréttis og stuðning við að halda reglur réttarríkisins í heiðri. Það blasir við að ríki Evrópu með Evrópusambandið í fararbroddi eru á þessari skoðun. Nærtækt er að nefna að Finnar og Svíar hafa gengið í NATO og þannig horfið frá hlutleysisstefnu sinni. Það skref taka þau ekki af léttúð heldur vegna þess að þau skynja að heimsmyndin er að breytast. Fjölmörg Evrópuríki hafa lagt til fjármagn og hergögn á eigin vegum og ESB hefur gert það einnig. Einmitt í dag er haldinn fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem er að mestu helgaður málefnum Úkraínu og nauðsyn enn meiri stuðnings og viðbúnaðar í Evrópu almennt vegna árásarstríðs Rússa. Charles MICHEL, forseti leiðtogaráðs ESB, kvað fast að orði og með alvöruþunga í grein sem hann birti í aðdraganda fundarins nú stendur yfir Brussel. Rússland er ógn við Evrópu Þar segir hann meðal annars að Rússland sé alvarleg hernaðarleg ógn við Evrópu og öryggi í heiminum almennt. Bregðist ESB ekki rétt við og styðji Úkraínu með fullnægjandi hætti til þess að stöðva Rússa – þá munu önnur Evrópulönd koma næst í röðinni. Hann segir enn fremur að ESB verði þess vegna að setja í varnargír og búa sig efnahagslega undir stríð. Það sé orðið tímabært að við tökum ábyrgð á eigin öryggi og að ekki sé lengur hægt að reiða sig á stuðning annarra né verið háð úrslitum kosninga í Bandaríkjunum eða annars staðar. Það er ögurstund í sögu okkar. Evrópa verður að haga viðbúnaði sínum í samræmi við þá miklu ógn sem við blasir. Hér þarf að sameinast um nýja vitund og viðbúnað fyrir öflugri varnir. Þetta eru býsna stór og mikil orð. Ísland þarf að huga að sinni framtíð Allar þessar hræringar innan Evrópu hljóta að leiða til þess að við Íslendingar tökum okkar eigin stöðu í samfélagi þjóðanna og þátttöku samstarfinu innan Evrópu til rækilegrar endurskoðunar. Greinilegt er að ríki Evrópu eru að vakna upp við þá nýju stöðu að það er ekki á vísan að róa þar sem Bandaríkin eru. Þess vegna ætla þau að verða sjálfstæðari í því að halda uppi nauðsynlegum vörnum fyrir Evrópu og að þau verði í stakk búin til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir sem nú standa yfir í Úkraínu geti endurtekið sig. Við eigum að ræða í fullri alvöru og einlægni hvort þessi staða og horfur í þróun alþjóðamála sé ekki enn ein rík ástæða fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun