Norðurlönd – friður og öryggi Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. mars 2024 08:02 Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í dag 23. mars er dagur Norðurlanda. Norðurlandaráð, sem er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna, var stofnað árið 1952. Norrænu ríkin skiptast á með að fara með formennski í ráðinu. Í ár er það hlutverk Íslendinga. Á fundum Norðurlandaráðs er iðulega tekist á og deilt um málefni, rétt eins og þingmenn gera heima fyrir. En líkt og á þjóðþingum Norðurlanda ríkir meðal langflestra fulltrúa í Norðurlandaráði almenn sátt um nokkur grundvallargildi sem snerta lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, frið og velferð. Þessi grundvöllur er traustur og hann stendur auðveldlega af sér ágreining um einstök mál og beinskeytt skoðanaskipti á fundum og þingum Norðurlandaráðs. Norrænu samstarfi stendur ekki ógn af pólitískum skoðanaskiptum heldur af öfgafullum öflum sem vilja ekki að norræn samvinna og samkennd byggi á jöfnu gildi allra manna og virðingu fyrir mannréttindum heldur á kynþáttahyggju, útilokun minnihlutahópa og andúð á öllu því sem framandi er. Þessi öfl voru til fyrir einni öld þegar norrænu félögin voru stofnuð, þau voru svo sannarlega til á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar og þau eru enn til staðar nú á dögum. Við sem störfum á þessum vettvangi verðum að vera vakandi fyrir þessari hættu og sjá til þess að öfgahópar nái þar ekki fótfestu. Friður og öryggi Stríð í Evrópu og Mið-Austurlöndum ógnar nú friði í heiminum. Við þurfum að leita aftur til síðari heimsstyrjalda til að finna hliðstæður við það ástand sem ríkir á alþjóðavettvangi. Á tímum átaka, hernaðarhyggju og vígbúnaðar er mikilvægt að friðarraddir heyrist á pólitískum vettvangi. Skelfilegar fregnir af mannfalli og þjáningum í stríði Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraels undirstrika þörfina á finna friðsamlegar lausnir á deilumálum. Við þessar aðstæður skiptir samstaða og samvinna norrænu þjóðanna miklu. Það er litið á okkur sem boðbera friðar og við höfum verið eindregnir talsmenn alþjóðlegra samninga um frið og afvopnun. Og við verðum að halda því áfram. Síðastliðin 200 ár hefur norrænum ríkjunum tekist að leysa deilumál sín á milli á friðsamlegan hátt. Sterk hefð er fyrir því að Norðurlönd miðli málum milli stríðandi fylkinga í öðrum heimshlutum og styðji sjálfsákvörðunarrétt smáþjóða og mannréttindi með ráðum og dáð. Öll norrænu ríkin eiga nú aðild að Atlantshafsbandalaginu og sú staða gefur tilefni til umræðu um samstarf, hlutverk og stöðu Norðurlanda innan samtakanna. Norðurlandaráð ætti að taka virkan þátt í því samtali. Við þurfum að beita okkur saman til að tryggja frið og öryggi til framtíðar. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á að norðurslóðir séu og eigi að vera lágspennusvæði með tilliti til vopnaðra átaka. Til að ná þessu þurfum við að vinna að friði og friðsamlegum lausnum. Friður og öryggi eru grunnur þess að lifa góðu lífi sem sérhver manneskja þráir. Umhverfis- og loftlagsmál Umhverfis- og loftslagsmál á norðurslóðum eru nátengd friði og öryggi. Þegar íshellan bráðnar opnast nýjar siglingaleiðir og verðmætar auðlindir verða aðgengilegri. Öflugar þjóðir munu þá án efa leita leiða til að ná yfirráðum yfir og virkja þessar auðlindir. Þetta getur leitt til spennu og átaka sem ógna öryggi og friðsamlegri tilveru þjóða sem búa á norðurslóðum. Á norðurslóðum gætir áhrifa loftslagsbreytinga fyrr og með meira afgerandi hætti en annars staðar. Vegna viðkvæmrar náttúru norðurskautsins, veðurfars og strjálbýlis getur verið erfitt að bregðast við umhverfishamförum og öðrum ógnum. Norðurlöndin vilja vera leiðandi í heiminum í umhverfis- og loftslagsmálum sem byggja á réttlátum grænum umskiptum. Það er í þeim anda, með áherslu á velferð og lífskjör íbúa norðurslóða, sem við viljum að Norðurlandaráð beini sjónum sínum sérstaklega að loftslagsmálum á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Höfundur er varaforseti Norðurlandaráðs.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun