Formlegheit eða skuggastjórnun? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 22. mars 2024 12:31 Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun