Spáir því að Katrín tilkynni um forsetaframboð á næstu dögum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 15:42 Björn Ingi er þess fullviss að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti Íslands. Sjálf hefur hún ekkert gefið upp um hvort hún hyggi á framboð. Vísir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Björn Ingi ræddi kosningabaráttuna framundan í væntanlegu forsetakjöri í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann mikilvægt að þeir sem íhuguðu framboð spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar hvort þeir væru mögulega í maníu. „Og númer tvö. Ef þú ert í vandræðum með að ná þessum 1500 meðmælum gæti það verið vísbending um að það væri brekka framundan í framboðinu sjálfu.“ Allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera Björn Ingi sagði reynsluna sýna að stóru frambjóðendurnir væru komnir fram fyrir páska. „Það er svona gamalt trikk í pólítík að vera búin að koma helstu tíðindun á framfæri áður en stóru veislurnar hjá landsmönnum fara fram, fermingarveislur og páskaveislur. Þar sem fólk kemur saman og er að spjalla saman, þá eru erindrekar úti um allt, í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, fólk að fara fyrir sínum frambjóðendum.“ Því telur Björn að línurnar fari að skýrast á allra næstu dögum, enda megi það ekki mikið seinna vera. Hann hefur áður lýst því yfir að hann telji að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verði næsti forseti og segist enn þeirrar skoðunar. „Ég held að Katrín hefði þá líka fyrir löngu átt að taka af með það að hún væri ekki á leið í framboð. Ef maður talar við fólk í VG og fólk í ríkisstjórn og á þingi, þá eru allir að velta fyrir sér hvað Katrín ætli að gera.“ Því þetta er mál sem getur auðvitað haft heilmiklar afleiðingar. Hvað þýðir það fyrir ríkisstjórnina? „Ég er að kalla eftir því að það verði kveðið á um þetta og því held ég að það verði gert á allra næstu dögum.“ Finnst þér hún skulda svar? „Ja, nú er bara komið að því, hún hefur upplýst að hún sé að íhuga þetta alvarlega og að hún geti ekki annað í ljósi þess að þetta framboð standi fyrir dyrum. Guðni hætti óvænt og það eru mjög margir sem hafa lýst yfir stuðningi við hana.“ Viðtalið við Björn Inga má finna í heild sinni hér að neðan, þar sem hann ræddi auk forsetakosninganna fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM og ríkisstjórnarsamstarfið. Baldur með yfirburðarkosningu í óformlegri könnun Reykjavík síðdegis Í þættinum var einnig upplýst um niðurstöður könnunar þar sem hlustendur Reykjavík síðdegis voru spurðir að því hvaða forsetaframbjóða þeir hyggðust kjósa. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: Baldur Þórhallsson: 54,8 prósent Halla tómasdóttir: 29 prósent Arnar Þór Jónsson: 10,9 prósent. Sigríður Hrund Pétursdóttir: 0.8 prósent Björn Ingi vildi ekki lesa mikið í þessa niðurstöðu þar sem ekki öll nöfn væru komin fram. Hann segir margt eiga eftir að gerast í kosningabaráttunni og spáir því að einn eða tveir stórir frambjóðendur bætist í hópinn á næstu dögum.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34