Viltu finna milljarð? Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. mars 2024 07:30 Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Hér munar 7% og því eru vextir og verðbætur þrefalt hærri á Íslandi en innan evrunnar. Vaxtamunurinn hjá hinu opinbera er aðeins minni, síðustu 20 ár hefur vaxtamunurinn á milli krónu og evru verið tæp 5% á langtíma ríkisskuldabréfum. Ef tekinn er varkár samanburður og miðað við 4,5% má með einföldum hætti nota þá tölu og margfalda skuldir í íslenskum krónum til að átta sig á þeim gríðarlega kostnaði sem krónan veldur. Áhrifin eru þeim mun meiri eftir því sem skuldastaðan er verri. Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru miklar, vextir og verðbætur eru því risastór liður í rekstri hins opinbera. Heildarskuldir sveitarfélaga árið 2022 voru 527 milljarðar króna. Krónuálagið er að jafnaði 4,5% eða 24 milljarðar króna. Fjórum milljörðum hærri en árlegur kostnaður ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldaði samtals 36 milljarða skv. síðasta ársreikningi. Miðað við 4,5% vaxtamun hefði Hafnarfjörður sparað sér 1,6 milljarð króna. Það er hægt að gera ansi margt fyrir þessa peninga. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar voru 137 milljarðar, með sama hætti má sjá að krónuskatturinn á höfuðborgina er um 6 milljarðar króna. Heildarskuldir A hluta ríkissjóða voru 1700 milljarðar króna. Krónuskatturinn þar eru tæpir 80 milljarðar króna. Veitir nokkuð af þessu fé í heilbrigðiskerfið okkar? Við gætum fjármagnað nýjan Landspítala á innan við fjórum árum án þess að taka lán. Gætum fjármagnað útgjaldapakka ríkissjóðs vegna kjarasamninga næstu fjögurra ára á aðeins einu ári. Fyrir mig persónulega myndi ég spara mér árlega 2,3 milljónir króna þegar kemur að fasteignalánunum mínum. Vaxtamunur fasteignalána er 7%. Ég skora á ykkur að margfalda skuldir ykkar með 0,07 til að átta ykkur á árlegum krónuskatti ykkar. Síðasta ár greiddi ég 2,3 milljónir á ári í krónuskatt. Það eru þriggja mánaða meðallaun, fyrir skatt, pælið í því. Það er eflaust hægt að finna eitthvað jákvætt við krónuna en beinn kostnaður er að lágmarki 4,5% af skuldum hins opinbera og 7% af fasteignalánum okkar. Tala nú ekki um allan óbeina kostnaðinn sem kemur fram í of háu verðlagi vegna fákeppni. Eruð þið sátt við þennan skatt? Ég er það ekki. Höfundur er oddiviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Rekstur hins opinbera Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Hér munar 7% og því eru vextir og verðbætur þrefalt hærri á Íslandi en innan evrunnar. Vaxtamunurinn hjá hinu opinbera er aðeins minni, síðustu 20 ár hefur vaxtamunurinn á milli krónu og evru verið tæp 5% á langtíma ríkisskuldabréfum. Ef tekinn er varkár samanburður og miðað við 4,5% má með einföldum hætti nota þá tölu og margfalda skuldir í íslenskum krónum til að átta sig á þeim gríðarlega kostnaði sem krónan veldur. Áhrifin eru þeim mun meiri eftir því sem skuldastaðan er verri. Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru miklar, vextir og verðbætur eru því risastór liður í rekstri hins opinbera. Heildarskuldir sveitarfélaga árið 2022 voru 527 milljarðar króna. Krónuálagið er að jafnaði 4,5% eða 24 milljarðar króna. Fjórum milljörðum hærri en árlegur kostnaður ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldaði samtals 36 milljarða skv. síðasta ársreikningi. Miðað við 4,5% vaxtamun hefði Hafnarfjörður sparað sér 1,6 milljarð króna. Það er hægt að gera ansi margt fyrir þessa peninga. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar voru 137 milljarðar, með sama hætti má sjá að krónuskatturinn á höfuðborgina er um 6 milljarðar króna. Heildarskuldir A hluta ríkissjóða voru 1700 milljarðar króna. Krónuskatturinn þar eru tæpir 80 milljarðar króna. Veitir nokkuð af þessu fé í heilbrigðiskerfið okkar? Við gætum fjármagnað nýjan Landspítala á innan við fjórum árum án þess að taka lán. Gætum fjármagnað útgjaldapakka ríkissjóðs vegna kjarasamninga næstu fjögurra ára á aðeins einu ári. Fyrir mig persónulega myndi ég spara mér árlega 2,3 milljónir króna þegar kemur að fasteignalánunum mínum. Vaxtamunur fasteignalána er 7%. Ég skora á ykkur að margfalda skuldir ykkar með 0,07 til að átta ykkur á árlegum krónuskatti ykkar. Síðasta ár greiddi ég 2,3 milljónir á ári í krónuskatt. Það eru þriggja mánaða meðallaun, fyrir skatt, pælið í því. Það er eflaust hægt að finna eitthvað jákvætt við krónuna en beinn kostnaður er að lágmarki 4,5% af skuldum hins opinbera og 7% af fasteignalánum okkar. Tala nú ekki um allan óbeina kostnaðinn sem kemur fram í of háu verðlagi vegna fákeppni. Eruð þið sátt við þennan skatt? Ég er það ekki. Höfundur er oddiviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun