Ólík stemning á mörkuðum leiðir til að gengi Marels og JBT helst ekki í hendur
![Brian A. Deck, fostjóri JBT, Alan D. Feldman, stjórnarformaður JBT, Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels.](https://www.visir.is/i/B286EABE3ED3F37E3D6890A86D6E776538A260B9A5A43ECAEBC2DE3ADB3E3317_713x0.jpg)
Ólík gengisþróun Marels og John Bean Technologies (JBT) frá þriðja mögulega yfirtökutilboði bandaríska matvælatæknifyrirtækisins í það íslenska um miðjan janúar helgast af ólíkri þróun hlutabréfamarkaða, segir hlutabréfagreinandi. Marel hefur lækkað um ellefu prósent á síðustu tveimur mánuðum en JBT um tvö prósent á sama tíma.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/A86EA0F1A92898CBB4BCE70BB71A1D645105FF918298135428E5E81A85907A88_308x200.jpg)
ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn
Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri.