Jarðskjálftavirkni hefur, samkvæmt nýrri frétt á vef Veðurstofunnar, lítið breyst á milli mánaða og verið nokkuð stöðug undanfarið þar til í gær. Síðast mældust skjálftar yfir þremur að stærð í janúar 2022 og október 2021.
Frá því sumarið 2021 hefur verið stöðug aflögun í Öskju. Síðasta haust dró verulega úr hraða hennar en mælingar frá því um lok síðasta árs sýna að hraði aflögunarinnar hefur aftur aukist en er þó minni en hann var fyrir haustið 2023. Mælingar næstu daga og vikur á aflögun munu leiða það í ljós hvort hraðinn hafi aukist aftur og verður áfram fylgst náið með þróun mælinga á svæðinu.
Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að á gervitunglamynd frá 19. Mars, fyrir viku síðan, megi sjá að í Öskju er enn hefðbundið vetrarástand og að vatnið sé þakið ís að undanskildum tveimur svæðum sem ávallt eru opin vegna jarðhitavirkni sem þar er.