„Öll félög á Íslandi vilja KR í efstu deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 08:01 Jakob Örn hefur verið brosandi síðan á mánudag. Vísir/Sigurjón KR tryggði sér í gær sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en gengið hefur á ýmsu í Vesturbænum síðustu misseri. Skýr sýn var hjá félaginu fyrir leiktíðina og hún skilaði sér. Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR Subway-deild karla KR Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR
Subway-deild karla KR Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga