Leikmaður PSG biðst afsökunar á að hafa deilt niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 09:30 Albert á ferðinni gegn BK Häcken í gærkvöld, fimmtudag. Christian Liewig/Getty Images Hin tvítuga Korbin Rose Albert, leikmaður París Saint-Germain og bandaríska landsliðsins, kom sér í vandræði með því að deila niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga á samfélagsmiðlinum TikTok nýverið. Albert var á skotskónum þegar París tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, fimmtudag. From the other side of the pond Korbin Albert gives PSG breathing space in this tie.Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/vqgIhe9hbW— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024 Eftir leikinn baðst hún opinberlega afsökunar á að hafa deilt kristilegu efni á TikTok-reikningi sínum þar sem fram kom að samkynhneigð og að vera trans væri einfaldlega rangt. „Ég vil biðjast innilegrar afsökunar fyrir gjörðum mínum á samfélagsmiðlum. Að líka við og deila efni sem er móðgandi, særandi og dónalegt var bæði barnalegt og ruddalegt af mér. Það var aldrei ætlun mín að særa neinn,“ sagði Albert meðal annars í yfirlýsingu sinni. U.S. midfielder Korbin Albert apologizes for sharing 'insensitive and hurtful' social media posts https://t.co/buGww7w3hX— The Associated Press (@AP) March 29, 2024 Áður hafði hún vakið athygli fyrir að birta myndband af sér og fjölskyldu sinni á 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þar sem þau sögðu öll að fornöfn þeirra væru U.S.A. Eftir afsökunarbeiðnina er myndbandið hvergi að finna á samfélagsmiðlum leikmannsins. Albert hefur spilað með PSG síðan á síðasta ári eftir að hafa klárað nám sitt við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. Þar lék hún með skólaliðinu, Notre Dame Fighting Irish. Hún er tvítugur miðjumaður sem kemur upprunalega frá Grayslake í Illinois í Bandaríkjunum. Síðan hún gekk í raðir PSG hefur ferill hennar aðeins farið upp á við og er hún mikilvægur hlekkur í bandaríska landsliðinu. Ummæli hennar vöktu þá ekki mikla lukku hjá goðsögninni Megan Rapinoe sem er einn helsti talsmaður LGBTQ-samfélagsins ásamt því að vera ein besta knattspyrnukona sem Bandaríkin hafa alið. From @TheAthletic: Recently retired USWNT midfielder Megan Rapinoe responded strongly on Wednesday to anti-LGBTQ content reposted on TikTok this past week by new USWNT midfielder Korbin Albert. https://t.co/MRRapVBdP0— The New York Times (@nytimes) March 29, 2024 „Hatur er það eina sem þú trúir á og krakkar eru takandi eigið líf út af hatri sem þessu,“ er meðal þess sem Rapinoe sagði um málið. Albert spilar í dag í treyju númer 15 hjá Bandaríkjunum. Númerið sem Rapinoe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Endaði goðsögnin færslu sína á Instagram með „ykkar einlæg, númer 15.“ Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Albert var á skotskónum þegar París tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, fimmtudag. From the other side of the pond Korbin Albert gives PSG breathing space in this tie.Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/vqgIhe9hbW— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024 Eftir leikinn baðst hún opinberlega afsökunar á að hafa deilt kristilegu efni á TikTok-reikningi sínum þar sem fram kom að samkynhneigð og að vera trans væri einfaldlega rangt. „Ég vil biðjast innilegrar afsökunar fyrir gjörðum mínum á samfélagsmiðlum. Að líka við og deila efni sem er móðgandi, særandi og dónalegt var bæði barnalegt og ruddalegt af mér. Það var aldrei ætlun mín að særa neinn,“ sagði Albert meðal annars í yfirlýsingu sinni. U.S. midfielder Korbin Albert apologizes for sharing 'insensitive and hurtful' social media posts https://t.co/buGww7w3hX— The Associated Press (@AP) March 29, 2024 Áður hafði hún vakið athygli fyrir að birta myndband af sér og fjölskyldu sinni á 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þar sem þau sögðu öll að fornöfn þeirra væru U.S.A. Eftir afsökunarbeiðnina er myndbandið hvergi að finna á samfélagsmiðlum leikmannsins. Albert hefur spilað með PSG síðan á síðasta ári eftir að hafa klárað nám sitt við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. Þar lék hún með skólaliðinu, Notre Dame Fighting Irish. Hún er tvítugur miðjumaður sem kemur upprunalega frá Grayslake í Illinois í Bandaríkjunum. Síðan hún gekk í raðir PSG hefur ferill hennar aðeins farið upp á við og er hún mikilvægur hlekkur í bandaríska landsliðinu. Ummæli hennar vöktu þá ekki mikla lukku hjá goðsögninni Megan Rapinoe sem er einn helsti talsmaður LGBTQ-samfélagsins ásamt því að vera ein besta knattspyrnukona sem Bandaríkin hafa alið. From @TheAthletic: Recently retired USWNT midfielder Megan Rapinoe responded strongly on Wednesday to anti-LGBTQ content reposted on TikTok this past week by new USWNT midfielder Korbin Albert. https://t.co/MRRapVBdP0— The New York Times (@nytimes) March 29, 2024 „Hatur er það eina sem þú trúir á og krakkar eru takandi eigið líf út af hatri sem þessu,“ er meðal þess sem Rapinoe sagði um málið. Albert spilar í dag í treyju númer 15 hjá Bandaríkjunum. Númerið sem Rapinoe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Endaði goðsögnin færslu sína á Instagram með „ykkar einlæg, númer 15.“
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti