Sumarið þar sem þjálfararáðningar munu toppa leikmannakaup Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2024 07:00 Þessir tveir Þjóðverjar verða atvinnulausir í sumar. Robin Jones/Getty Images Þrjú af stærstu knattspyrnufélögum Evrópu og jafnvel heimsins verða í þjálfaraleit í sumar. Munu ráðningar Liverpool, Barcelona og Bayern München á nýjum þjálfara eflaust toppa nær öll leikmannaskipti sumarsins nema þá ef til vill ef Kylian Mbappé fer loks til Real Madríd. Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn