Settu báðar Íslandsmet í íslenskum sleggjubardaga í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 10:01 ÍR-ingarnir Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eru báðar að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum á þessu tímabili. Frjálsíþróttasamband Íslands Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð i gær fyrsta íslenska konan til að kasta yfir sjötíu metra í sleggjukasti. Tvær íslenskar konur settu Íslandsmet í sömu grein og á sama móti þegar flottasta sleggjukasteinvígi Íslandssögunnar fór fram í Texas í gær. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira