Gleðilegan 2. apríl! Hugleiðing um félagsfærni Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 08:31 2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Einhverfa Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun