Mætum á Austurvöll á morgun Sigmar Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 07:31 Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Mér finnst hins vegar brýnt að benda á að þrátt fyrir að beðið sé eftir niðurstöðum liggur alveg fyrir að sumt getum við gert strax. Við gætum stofnað tíu starfshópa til viðbótar og þeir myndu allir komast að þeirri niðurstöðu að það sé algerlega ótækt að þau meðferðarrými sem við eigum í dag séu ekki keyrð á fullum afköstum. Þannig er staðan núna. Sjúkrahúsið Vogur er ekki að nýta öll rýmin sem þar eru. Og það stefnir líka í að meðferðarstöðin Vík þurfi að loka í sumar. Þetta er vegna fjárskorts eins og vel þekkt er. Starfshópur sem skilar af sér í haust mun ekki leysa þetta og á meðan þjáist veikt fólk og sumir deyja. Svo einfalt og sorglegt er það. Þótt ótal margt hafi breyst til batnaðar gagnvart viðhorfi almennings og stjórnmálanna gagnvart þessum sjúkdómi er enn óskaplega langt í land. Aukin skilningur, velvilji og fögur fyrirheit duga skammt ef fjármagni er skammtað úr hnefa og úrræðin of fá og einhæf. Þessu þurfum við að breyta og það er sameiginlegt verkefni fjölskyldna, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins. Sameiginlegt verkefni okkar allra. Og við verðum að skilja að þótt markmiðið sé að bjarga mannslífum og veita fólki sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, að fjármagni sem varið er þetta risavaxna verkefni mun skila sér til baka og rúmlega það. Afleidd áhrif af sjúkdómnum á samfélagið allt eru nefnilega svo mikil að kostnaður hríslast um öll kerfin okkar og alla anga samfélagsins. Það er svo dýrt að gera of lítið. Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa látið til sín taka á síðustu mánuðum. Þar er farvegur fyrir baráttu sem vonandi skilar sér í raunverulegum umbótum. Síðdegis á morgun verður þess krafist á Austurvelli, fyrir tilstuðlan samtakanna, að ríkisstjórnin hlusti á neyðaróp þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdómsins. Þess er krafist að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík og Frú Ragnheiður fái það fjármagn sem til þarf í rekstur þeirra. Einnig að samið verði við SÁÁ þannig að viðhaldsmeðferð vegna ópíóðafíkn verði að fullu greidd af ríkinu. Þá er þess krafist að Foreldrahús geti haldið sínum rekstri áfram en það er eina opna úrræðið fyrir foreldra með börn í fíknivanda. Ég vona að við sjáum okkur sem flest fært að mæta á Austurvöll á morgun klukkan 16. Málefnið þolir enga bið því fólk deyr á biðlistum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Viðreisn Alþingi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Mér finnst hins vegar brýnt að benda á að þrátt fyrir að beðið sé eftir niðurstöðum liggur alveg fyrir að sumt getum við gert strax. Við gætum stofnað tíu starfshópa til viðbótar og þeir myndu allir komast að þeirri niðurstöðu að það sé algerlega ótækt að þau meðferðarrými sem við eigum í dag séu ekki keyrð á fullum afköstum. Þannig er staðan núna. Sjúkrahúsið Vogur er ekki að nýta öll rýmin sem þar eru. Og það stefnir líka í að meðferðarstöðin Vík þurfi að loka í sumar. Þetta er vegna fjárskorts eins og vel þekkt er. Starfshópur sem skilar af sér í haust mun ekki leysa þetta og á meðan þjáist veikt fólk og sumir deyja. Svo einfalt og sorglegt er það. Þótt ótal margt hafi breyst til batnaðar gagnvart viðhorfi almennings og stjórnmálanna gagnvart þessum sjúkdómi er enn óskaplega langt í land. Aukin skilningur, velvilji og fögur fyrirheit duga skammt ef fjármagni er skammtað úr hnefa og úrræðin of fá og einhæf. Þessu þurfum við að breyta og það er sameiginlegt verkefni fjölskyldna, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins. Sameiginlegt verkefni okkar allra. Og við verðum að skilja að þótt markmiðið sé að bjarga mannslífum og veita fólki sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, að fjármagni sem varið er þetta risavaxna verkefni mun skila sér til baka og rúmlega það. Afleidd áhrif af sjúkdómnum á samfélagið allt eru nefnilega svo mikil að kostnaður hríslast um öll kerfin okkar og alla anga samfélagsins. Það er svo dýrt að gera of lítið. Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa látið til sín taka á síðustu mánuðum. Þar er farvegur fyrir baráttu sem vonandi skilar sér í raunverulegum umbótum. Síðdegis á morgun verður þess krafist á Austurvelli, fyrir tilstuðlan samtakanna, að ríkisstjórnin hlusti á neyðaróp þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdómsins. Þess er krafist að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík og Frú Ragnheiður fái það fjármagn sem til þarf í rekstur þeirra. Einnig að samið verði við SÁÁ þannig að viðhaldsmeðferð vegna ópíóðafíkn verði að fullu greidd af ríkinu. Þá er þess krafist að Foreldrahús geti haldið sínum rekstri áfram en það er eina opna úrræðið fyrir foreldra með börn í fíknivanda. Ég vona að við sjáum okkur sem flest fært að mæta á Austurvöll á morgun klukkan 16. Málefnið þolir enga bið því fólk deyr á biðlistum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun