Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 11:40 Ásgeir Jónsson og Gunnar Jakobsson eiga báðir sæti í peningastefnunefnd sem ákvað í gær að auka bindiskyldu bankanna. Stöð 2/Arnar Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50