Landsmenn treysta fjármálaráðgjöf minnst allra Evrópuþjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2024 20:01 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir hægt að snúa neikvæðu viðhorfi til fjármálastofnanna við með góðum starfsháttum. Vísir/Sigurjón Íslendingar bera minnst traust allra íbúa Evrópu til fjármálaráðgjafar fjármálastofnanna. Þá er helmingur allra landsmanna neikvæður gagnvart fjármálakerfinu. Bankastjóri Arion banka telur að fjármálahrunið hafi enn þá áhrif. Hægt sé að snúa þessu við með góðum starfsháttum. Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent