Landsmenn treysta fjármálaráðgjöf minnst allra Evrópuþjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2024 20:01 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir hægt að snúa neikvæðu viðhorfi til fjármálastofnanna við með góðum starfsháttum. Vísir/Sigurjón Íslendingar bera minnst traust allra íbúa Evrópu til fjármálaráðgjafar fjármálastofnanna. Þá er helmingur allra landsmanna neikvæður gagnvart fjármálakerfinu. Bankastjóri Arion banka telur að fjármálahrunið hafi enn þá áhrif. Hægt sé að snúa þessu við með góðum starfsháttum. Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira