Bjartsýn á að samningar náist Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 18:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ársfund Seðlabanka Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forætisráðherra ávarpaði ársfund Seðlabanka Íslands sem fór fram í Hörpu í dag. Í ávarpi sínu segist hún vera bjartsýn á að hópar á almennum vinnumarkaði og starfsfólk hins opinbera muni fylgja á eftir og gera langtímakjarasamninga á borð við þá sem gerðir voru af aðilum á vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar kemur fram að Katrín hafi farið yfir stöðu efnahagsmála og verðbólu í ávarpi sínu. Þau séu meginviðfangsefni hagstjórnar hér á landi eins og víða annars staðar. „Verðbólga hafi hjaðnað og þá muni nýgerðir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði koma til með að eiga mikilvægan þátt í að skapa forsendur fyrir minnkandi verðbólgu og lækkun vaxta á næstunni,“ kemur fram í tilkynningunni. Katrín segist trúa því að þær aðgerðir sem ríki og sveitarfélög hafi ákveðið að ráðast í til að styðja við samningana muni skila sér í bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks. „Samhliða því að verðbólgan færis aftur í átt að markmiði,“ bætir hún við. Hún fjallaði einnig um eldsumbrotin á Reykjanesskaga og þær margvíslegu efnahagslegu aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að styðja við íbúa Grindavíkur. Um sé að ræða fordæmalitla stöðu og ýmis viðfangsefni fram undan sem greiða þurfi úr. „Forsætisráðherra kom einnig inn á mikilvægi þess að koma á fót innlendu greiðslumiðlunarkerfi. Slíkt skapi bæði ávinning fyrir neytendur og tryggi öryggi og viðnámsþrótt kerfisins en forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi í febrúar sl.“ segir í tilkynningunni. „Þá vék hún máli sínu að mikilvægi þess að erlendar fjárfestingar í mikilvægum innviðum og annarri samfélagslega mikilvægri starfsemi hér á landi séu í samræmi við þjóðaröryggi. Frumvarp þess efnis var lagt fyrir Alþingi fyrr á árinu sem forsætisráðherra mælti fyrir í mars.“ Lesa má ávarpið í heild sinni á síðu Stjórnarráðsins. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar kemur fram að Katrín hafi farið yfir stöðu efnahagsmála og verðbólu í ávarpi sínu. Þau séu meginviðfangsefni hagstjórnar hér á landi eins og víða annars staðar. „Verðbólga hafi hjaðnað og þá muni nýgerðir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði koma til með að eiga mikilvægan þátt í að skapa forsendur fyrir minnkandi verðbólgu og lækkun vaxta á næstunni,“ kemur fram í tilkynningunni. Katrín segist trúa því að þær aðgerðir sem ríki og sveitarfélög hafi ákveðið að ráðast í til að styðja við samningana muni skila sér í bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks. „Samhliða því að verðbólgan færis aftur í átt að markmiði,“ bætir hún við. Hún fjallaði einnig um eldsumbrotin á Reykjanesskaga og þær margvíslegu efnahagslegu aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að styðja við íbúa Grindavíkur. Um sé að ræða fordæmalitla stöðu og ýmis viðfangsefni fram undan sem greiða þurfi úr. „Forsætisráðherra kom einnig inn á mikilvægi þess að koma á fót innlendu greiðslumiðlunarkerfi. Slíkt skapi bæði ávinning fyrir neytendur og tryggi öryggi og viðnámsþrótt kerfisins en forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi í febrúar sl.“ segir í tilkynningunni. „Þá vék hún máli sínu að mikilvægi þess að erlendar fjárfestingar í mikilvægum innviðum og annarri samfélagslega mikilvægri starfsemi hér á landi séu í samræmi við þjóðaröryggi. Frumvarp þess efnis var lagt fyrir Alþingi fyrr á árinu sem forsætisráðherra mælti fyrir í mars.“ Lesa má ávarpið í heild sinni á síðu Stjórnarráðsins.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira