Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2024 08:46 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að opnað verði aftur fyrir umsóknir hlutdeildarlána í apríl. Nákvæm dagsetning liggi þó ekki fyrir. Vísir/Egill Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir fasteignasali vakti athygli á því í Bítinu á Bylgjunni í gær að ómögulegt væri nú að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS. Þegar hlutdeildarlán voru kynnt til sögunnar árið 2020 var kerfið þannig að sex úthlutanir voru á ári. Einn mánuð var opið fyrir umsóknir og þann næsta unnið úr þeim og þær afgreiddar og þetta endurtekið út árið. Eftir nokkra gagnrýni var því breytt og úthlutað tólf sinnum á ári, í hverjum mánuði það er að segja. Sá hátturinn hefur verið á að allur mánuðurinn hefur verið úthlutunartímabil og fólk því vart þurft að bíða eftir afgreiðslu umsókna. Komin með samþykkt kauptilboð en dyrnar hjá HMS lokaðar Hlutdeildarlán eru hugsuð þannig að fyrstu kaupendum eða tekjulágum stendur til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð til að koma sér inn á markaðinn. Á þessu láni hvíla engir vextir en þess í stað fær HMS sama hlutfall og var lánað af hagnaði þegar íbúðin er seld. Lánin eru því nokkur áhætta fyrir HMS. „Það sem kom mér svo á óvart núna er að það er allt í einu komið inn á heimasíðu HMS að „umsóknartímabilinu frá 6.3. til 21.3. er lokið og unnið er úr umsóknum. Næsta umsóknartímabil verður auglýst síðar“. Þetta er náttúrulega ekki í lagi, þetta er úrræði sem á að vera í boði,“ sagði Guðlaug Ágústa í Bítinu í gær. Hún sagði þessa fyrirvaralausu lokun á umsóknir hafa áhrif á einhverja skjólstæðinga sína, sem séu komnir með samþykkt kauptilboð en komi nú að lokuðum dyrum. Hlutdeildarlán ekki sjálfsagt mál Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, svarar vangaveltum Guðlaugar í Bítinu í morgun og minnir í viðtalinu á að úrræðið sé ekki sjálfsagt mál. „Þetta er skattfé, þetta eru takmörkuð gæði og við verðum að vanda okkur mjög vel þegar við erum að úthluta þessum lánum. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, þetta er ekki sjálfsagt mál. Það var kannski umræðan, eins og ég upplifði hana í gær, að þetta væri sjálfsagt mál, hver sem er gæti fengið hlutdeildarlán,“ segir Anna Guðmunda. Hún segir mun meiri eftirspurn hafa verið eftir hlutdeildarlánum undanfarna mánuði en áður. „Úthlutun lauk núna í lok mars og þá kannski kemur að kjarna málsins. Það er búin að vera miklu meiri ásókn í þetta núna en við sáum fyrir og það eru ákveðnir fjármunir sem við höfum heimildir til að lána út,“ segir Anna. „Nú erum við bara að komast svolítið nálægt því að verða búin með það en stjórnvöld samþykktu eða ákváðu að styðja við uppbyggingu með stuðningi sínum við kjarasamningana. Það kemur meira fjármagn. Það er ekki alveg ljóst [hvenær næsta úthlutun er] en það verður í apríl.“ Húsnæðismál Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24 Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. 17. janúar 2024 13:46 Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. 5. desember 2023 09:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir fasteignasali vakti athygli á því í Bítinu á Bylgjunni í gær að ómögulegt væri nú að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS. Þegar hlutdeildarlán voru kynnt til sögunnar árið 2020 var kerfið þannig að sex úthlutanir voru á ári. Einn mánuð var opið fyrir umsóknir og þann næsta unnið úr þeim og þær afgreiddar og þetta endurtekið út árið. Eftir nokkra gagnrýni var því breytt og úthlutað tólf sinnum á ári, í hverjum mánuði það er að segja. Sá hátturinn hefur verið á að allur mánuðurinn hefur verið úthlutunartímabil og fólk því vart þurft að bíða eftir afgreiðslu umsókna. Komin með samþykkt kauptilboð en dyrnar hjá HMS lokaðar Hlutdeildarlán eru hugsuð þannig að fyrstu kaupendum eða tekjulágum stendur til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð til að koma sér inn á markaðinn. Á þessu láni hvíla engir vextir en þess í stað fær HMS sama hlutfall og var lánað af hagnaði þegar íbúðin er seld. Lánin eru því nokkur áhætta fyrir HMS. „Það sem kom mér svo á óvart núna er að það er allt í einu komið inn á heimasíðu HMS að „umsóknartímabilinu frá 6.3. til 21.3. er lokið og unnið er úr umsóknum. Næsta umsóknartímabil verður auglýst síðar“. Þetta er náttúrulega ekki í lagi, þetta er úrræði sem á að vera í boði,“ sagði Guðlaug Ágústa í Bítinu í gær. Hún sagði þessa fyrirvaralausu lokun á umsóknir hafa áhrif á einhverja skjólstæðinga sína, sem séu komnir með samþykkt kauptilboð en komi nú að lokuðum dyrum. Hlutdeildarlán ekki sjálfsagt mál Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, svarar vangaveltum Guðlaugar í Bítinu í morgun og minnir í viðtalinu á að úrræðið sé ekki sjálfsagt mál. „Þetta er skattfé, þetta eru takmörkuð gæði og við verðum að vanda okkur mjög vel þegar við erum að úthluta þessum lánum. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, þetta er ekki sjálfsagt mál. Það var kannski umræðan, eins og ég upplifði hana í gær, að þetta væri sjálfsagt mál, hver sem er gæti fengið hlutdeildarlán,“ segir Anna Guðmunda. Hún segir mun meiri eftirspurn hafa verið eftir hlutdeildarlánum undanfarna mánuði en áður. „Úthlutun lauk núna í lok mars og þá kannski kemur að kjarna málsins. Það er búin að vera miklu meiri ásókn í þetta núna en við sáum fyrir og það eru ákveðnir fjármunir sem við höfum heimildir til að lána út,“ segir Anna. „Nú erum við bara að komast svolítið nálægt því að verða búin með það en stjórnvöld samþykktu eða ákváðu að styðja við uppbyggingu með stuðningi sínum við kjarasamningana. Það kemur meira fjármagn. Það er ekki alveg ljóst [hvenær næsta úthlutun er] en það verður í apríl.“
Húsnæðismál Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24 Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. 17. janúar 2024 13:46 Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. 5. desember 2023 09:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24
Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. 17. janúar 2024 13:46
Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. 5. desember 2023 09:00