Lýsing næturvarðar á árás bjórsala og foreldra hans skipti sköpum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2024 07:00 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Maður var á dögunum sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan hótel um nótt árið 2021. Dómurinn frestaði ákvörðun um refsingu mannsins vegna ungs aldurs hans og hversu lengi það tók að fá niðurstöðu í það. Honum var gefið að sök að veitast að öðrum manni með því að slá hann ítrekað með flötum lófa í andlit hins mannsins og sparka í andlit hans. Tveimur sögum fór af atvikum málsins fyrir dómi. Maðurinn og brotaþolinn lýstu þeim á gjörólíka vegu. Sögðu brotaþolann fullan farþegi með vesen Árásarmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur, og hafi hringt í móður sína til að sækja sig og hún komið ásamt stjúpföður hans. Hann hafi síðan hitt ölvaðan mann sem vantaði far og foreldrar hans samþykkt að skutla honum. Þegar þau voru komin á leiðarenda hafi ölvaði maðurinn, brotaþoli málsins, viljað meira áfengi og neitað að fara úr bílnum. Ekkert áfengi hafi verið í bílnum og þau reynt að vísa honum úr bílnum, en hann brugðist við með því að kýla árásarmanninn í andlitið. Þá hafi stjúpfaðirinn farið úr bílnum og reynt að draga ölvaða manninn úr honum, en hann sýnt mótspyrnu. Árásarmaðurinn hafi síðan ætlað að hjálpa stjúpföður sínum en ölvaði maðurinn gert sig líklegan til að ráðast á hann. Honum hafi tekist að grípa um ölvaða manninn sem hafi á móti snúið upp á höndina á honum. Þá viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa slegið frá sér til að losna. Hann sagði ölvaða manninn hafa verið stóran og mikinn og því hafi hann óttast hann. Foreldrar árásarmannsins gáfu bæði skýrslu fyrir dómi sem voru í takt við lýsingar hans af atburðunum. Barinn í klessu af bjórsala og foreldrum hans Brotaþolinn lýsti atburðunum á aðra vegu. Hann sagðist hafa haft samband við bjórsala á netinu. Þrír einstaklingar, árásarmaðurinn og foreldrarnir, hafi komið á bíl og hann sest í aftursætið. Í bílnum hafi brotaþolinn farið að rífast um verð þar sem að það vantaði upp á hjá honum. Hann hafi síðan farið úr bílnum, en þau á eftir honum og „barið hann í klessu“. Á meðan hann hafi legið í jörðinni hafi þau traðkað á honum og hann reynt að verja sig, en ekki átt „breik“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Brotaþolinn var gestur á hóteli, en næturvörður hótelsins gaf einnig skýrslu. Sá sagðist hafa selt manninum bjór um kvöldið, en hann talað um að vilja kaupa ódýrara áfengi. Seinna hafi bíll ekið á bílaplan hótelsins, en í honum voru þrír einstaklingar. Maðurinn fór inn í bílinn. Síðan hafi næturvörðurinn séð brotaþolann koma hlaupandi úr bílnum og fela sig. Á eftir honum hafi einn einstaklinganna komið úr bílnum og verið með „mikinn munnsöfnuð og sagst ætla að drepa þennan gaur“. Þá hafi næturvörðurinn ákveðið að hringja á lögreglu. Síðan hafi hann séð einstaklingana ráðast á manninn á bílaplaninu. Næturvörðurinn sagðist ekki hafa þorað að skerast í leikinn, svo hart gengu þau fram. Eftir árásina hafi maðurinn verið illa leikinn. Líta verði til tengsla við foreldra Dómurinn mat trúverðugleika framburða málsins. Þó að frásögn árásarmannsins fengi stoð í skýrslum foreldra hans yrði að líta til tengsla þeirra, sem drægi úr sönnunargildi þeirra. Þá þótti dómnum framburður brotaþola trúverðugur, sem og frásögn næturvarðarins. Því var framburður brotaþolans lagður til grundvallar. Jafnframt féllst dómurinn ekki á að um neyðarvörn hefði verið að ræða af hálfu árásarmannsins. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en refsingu hans frestað. Brotaþolinn krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur af hálfu árásarmannsins, sem er gert að greiða honum 112 þúsund krónur í miskabætur. Og síðan 451 þúsund í málskostnað. Einnig er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem er rúm milljón. Dómsmál Áfengi og tóbak Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Honum var gefið að sök að veitast að öðrum manni með því að slá hann ítrekað með flötum lófa í andlit hins mannsins og sparka í andlit hans. Tveimur sögum fór af atvikum málsins fyrir dómi. Maðurinn og brotaþolinn lýstu þeim á gjörólíka vegu. Sögðu brotaþolann fullan farþegi með vesen Árásarmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hafi verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur, og hafi hringt í móður sína til að sækja sig og hún komið ásamt stjúpföður hans. Hann hafi síðan hitt ölvaðan mann sem vantaði far og foreldrar hans samþykkt að skutla honum. Þegar þau voru komin á leiðarenda hafi ölvaði maðurinn, brotaþoli málsins, viljað meira áfengi og neitað að fara úr bílnum. Ekkert áfengi hafi verið í bílnum og þau reynt að vísa honum úr bílnum, en hann brugðist við með því að kýla árásarmanninn í andlitið. Þá hafi stjúpfaðirinn farið úr bílnum og reynt að draga ölvaða manninn úr honum, en hann sýnt mótspyrnu. Árásarmaðurinn hafi síðan ætlað að hjálpa stjúpföður sínum en ölvaði maðurinn gert sig líklegan til að ráðast á hann. Honum hafi tekist að grípa um ölvaða manninn sem hafi á móti snúið upp á höndina á honum. Þá viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa slegið frá sér til að losna. Hann sagði ölvaða manninn hafa verið stóran og mikinn og því hafi hann óttast hann. Foreldrar árásarmannsins gáfu bæði skýrslu fyrir dómi sem voru í takt við lýsingar hans af atburðunum. Barinn í klessu af bjórsala og foreldrum hans Brotaþolinn lýsti atburðunum á aðra vegu. Hann sagðist hafa haft samband við bjórsala á netinu. Þrír einstaklingar, árásarmaðurinn og foreldrarnir, hafi komið á bíl og hann sest í aftursætið. Í bílnum hafi brotaþolinn farið að rífast um verð þar sem að það vantaði upp á hjá honum. Hann hafi síðan farið úr bílnum, en þau á eftir honum og „barið hann í klessu“. Á meðan hann hafi legið í jörðinni hafi þau traðkað á honum og hann reynt að verja sig, en ekki átt „breik“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Brotaþolinn var gestur á hóteli, en næturvörður hótelsins gaf einnig skýrslu. Sá sagðist hafa selt manninum bjór um kvöldið, en hann talað um að vilja kaupa ódýrara áfengi. Seinna hafi bíll ekið á bílaplan hótelsins, en í honum voru þrír einstaklingar. Maðurinn fór inn í bílinn. Síðan hafi næturvörðurinn séð brotaþolann koma hlaupandi úr bílnum og fela sig. Á eftir honum hafi einn einstaklinganna komið úr bílnum og verið með „mikinn munnsöfnuð og sagst ætla að drepa þennan gaur“. Þá hafi næturvörðurinn ákveðið að hringja á lögreglu. Síðan hafi hann séð einstaklingana ráðast á manninn á bílaplaninu. Næturvörðurinn sagðist ekki hafa þorað að skerast í leikinn, svo hart gengu þau fram. Eftir árásina hafi maðurinn verið illa leikinn. Líta verði til tengsla við foreldra Dómurinn mat trúverðugleika framburða málsins. Þó að frásögn árásarmannsins fengi stoð í skýrslum foreldra hans yrði að líta til tengsla þeirra, sem drægi úr sönnunargildi þeirra. Þá þótti dómnum framburður brotaþola trúverðugur, sem og frásögn næturvarðarins. Því var framburður brotaþolans lagður til grundvallar. Jafnframt féllst dómurinn ekki á að um neyðarvörn hefði verið að ræða af hálfu árásarmannsins. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn sakfelldur, en refsingu hans frestað. Brotaþolinn krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur af hálfu árásarmannsins, sem er gert að greiða honum 112 þúsund krónur í miskabætur. Og síðan 451 þúsund í málskostnað. Einnig er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem er rúm milljón.
Dómsmál Áfengi og tóbak Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent