Fjórðungur kennara sér ekki framtíð í kennslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2024 13:00 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Stór hluti kennara sér ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem er til umræðu á ráðstefnu Kennarasambandsins í dag. Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira