Tímamót fyrir mannréttindi og loftslagsvána Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 9. apríl 2024 14:00 Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun