Ætlar að virkja meira Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 14:40 Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03
Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18