Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2024 20:00 Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að tilkynningum um atvik á Landspítalanum hafi fjölgað mikið síðustu ár. Það sé m.a. vegna bættrar örygismenningar og ferla innan spítalans. „ Vísir/Arnar Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira