Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 09:54 Sigurður Ingi sæll með nýja starfsmannakortið að fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03