„Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2024 19:49 Einar Jónsson var langt frá því að vera sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. Framarar steinlágu gegn Valsmönnum, 41-23, og gestirnir áttu í raun aldrei möguleika. Valsliðið náði níu marka forskoti eftir um 15 mínútna leik og leit aldrei um öxl eftir það. „Við vissum alveg að þetta yrði erfitt verkefni, en ég er mjög ósáttur með okkur,“ sagði Einar í leikslok. „Hugarfarið er lélegt og við erum að hlaupa illa til baka. Það eru ákveðnir hlutir sem við vorum að leggja upp með sem eru bara gjörsamlega ekki til staðar. Mér fannst við vera að spila ágæta vörn í fyrri hálfleik þó það hljómi undarlega. En við fengum enga markvörslu.“ „Þetta er auðvitað allt of stórt tap og svo er það bara hvernig við töpum þessu. Valur er frábært lið og allt það og ég vissi alveg að við gætum tapað þessum leik í dag, en það er bara margt sem er ekki í lagi hjá okkur og snýr kannski mest bara að hugarfarinu hjá okkur.“ „Guð hjálpi okkur ef Rúnar hefði ekki verið með“ Framliðið er meiðslahrjáð og því hefur Einar þurft að treysta á unga og óreynda menn. Hann segist vilja sjá meira frá þeim. „Að sjálfsögðu. Guð hjálpi okkur ef Rúnar [Kárason] hefði ekki verið með,“ sagði Einar, en Rúnar skoraði 12 af mörkum gestanna. „Hann var langbestur hérna og Ívar [Logi Styrmisson] líka. Restin er bara andlega fjarverandi. Þá verða menn bara að borga sig inn. Það sem ég er óánægðu með er að þessir strákar eru að fá gullið tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu á móti góðu liði í úrslitakeppni og þeir bara fokkuðu því upp, því miður,“ bætti Einar við. „En við þurfum að skoða af hverju það er. Við fórum með ákveðið plan inn í leikinn og það var bara hrunið eftir tíu mínútur. En við verðum bara að rífa okkur upp og reyna að gera betur á laugardaginn.“ Ungu strákarnir ekki að nýta tækifærið Þá segist Einar hafa ágæta hugmynd um það hvað hans menn þurfi að gera betur í næstu viðureign þessarra liða til að í það minnsta fari ekki jafn illa og í kvöld. „Þetta var bara búið í hálfleik í kvöld, en ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá þurfum við auðvitað markvörslu. Hún er engin í dag. Við vorum að hlaupa mjög illa til baka sem var atriði sem við lögðum mikla áherslu á og hornamennirnir eru að hlaupa mjög illa til baka. Varnarmennirnir okkar stóðu ágætlega í fyrri hálfleik og við vorum að fá þau skot sem við vildum fá og allt það.“ „Svo þurfum við bara að rótera mannskapnum. Eins og ég segi er ég bara óánægður með hugarfarið hjá okkur í fyrri hálfleiknum. Þessi seinni hálfleikur er náttúrulega bara eitthvað djók.“ „Þetta eru bara ákveðnir þættir og svo vil ég fá meira framlag. Ég held að Rúnar hafi verið kominn með níu af ellefu mörkum þannig að eins og ég sagði áðan þá eru þeir ekki að nýta tækifærið. Þú verður að vera svolítið kaldur og undirbúa þig vel þegar þú færð svona tækifæri. Þá þarftu að reyna að nýta það eins og þú getur. En því miður þá gerðum við það ekki í dag og við verðum að skoða þetta. Við verðum allir að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert fyrir laugardaginn.“ Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Framarar steinlágu gegn Valsmönnum, 41-23, og gestirnir áttu í raun aldrei möguleika. Valsliðið náði níu marka forskoti eftir um 15 mínútna leik og leit aldrei um öxl eftir það. „Við vissum alveg að þetta yrði erfitt verkefni, en ég er mjög ósáttur með okkur,“ sagði Einar í leikslok. „Hugarfarið er lélegt og við erum að hlaupa illa til baka. Það eru ákveðnir hlutir sem við vorum að leggja upp með sem eru bara gjörsamlega ekki til staðar. Mér fannst við vera að spila ágæta vörn í fyrri hálfleik þó það hljómi undarlega. En við fengum enga markvörslu.“ „Þetta er auðvitað allt of stórt tap og svo er það bara hvernig við töpum þessu. Valur er frábært lið og allt það og ég vissi alveg að við gætum tapað þessum leik í dag, en það er bara margt sem er ekki í lagi hjá okkur og snýr kannski mest bara að hugarfarinu hjá okkur.“ „Guð hjálpi okkur ef Rúnar hefði ekki verið með“ Framliðið er meiðslahrjáð og því hefur Einar þurft að treysta á unga og óreynda menn. Hann segist vilja sjá meira frá þeim. „Að sjálfsögðu. Guð hjálpi okkur ef Rúnar [Kárason] hefði ekki verið með,“ sagði Einar, en Rúnar skoraði 12 af mörkum gestanna. „Hann var langbestur hérna og Ívar [Logi Styrmisson] líka. Restin er bara andlega fjarverandi. Þá verða menn bara að borga sig inn. Það sem ég er óánægðu með er að þessir strákar eru að fá gullið tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu á móti góðu liði í úrslitakeppni og þeir bara fokkuðu því upp, því miður,“ bætti Einar við. „En við þurfum að skoða af hverju það er. Við fórum með ákveðið plan inn í leikinn og það var bara hrunið eftir tíu mínútur. En við verðum bara að rífa okkur upp og reyna að gera betur á laugardaginn.“ Ungu strákarnir ekki að nýta tækifærið Þá segist Einar hafa ágæta hugmynd um það hvað hans menn þurfi að gera betur í næstu viðureign þessarra liða til að í það minnsta fari ekki jafn illa og í kvöld. „Þetta var bara búið í hálfleik í kvöld, en ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá þurfum við auðvitað markvörslu. Hún er engin í dag. Við vorum að hlaupa mjög illa til baka sem var atriði sem við lögðum mikla áherslu á og hornamennirnir eru að hlaupa mjög illa til baka. Varnarmennirnir okkar stóðu ágætlega í fyrri hálfleik og við vorum að fá þau skot sem við vildum fá og allt það.“ „Svo þurfum við bara að rótera mannskapnum. Eins og ég segi er ég bara óánægður með hugarfarið hjá okkur í fyrri hálfleiknum. Þessi seinni hálfleikur er náttúrulega bara eitthvað djók.“ „Þetta eru bara ákveðnir þættir og svo vil ég fá meira framlag. Ég held að Rúnar hafi verið kominn með níu af ellefu mörkum þannig að eins og ég sagði áðan þá eru þeir ekki að nýta tækifærið. Þú verður að vera svolítið kaldur og undirbúa þig vel þegar þú færð svona tækifæri. Þá þarftu að reyna að nýta það eins og þú getur. En því miður þá gerðum við það ekki í dag og við verðum að skoða þetta. Við verðum allir að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert fyrir laugardaginn.“
Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20