Ofbeldismenning í ríkisstjórninni Margrét Rut Eddurdóttir skrifar 10. apríl 2024 22:00 Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar