„Boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2024 20:18 Óskar Bjarni Óskarsson og hans menn unnu afar öruggan sigur í kvöld. vísir / pawel Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að það sé varla hægt að biðja um betri leið til að hefja úrslitakeppni Olís-deildar karla en með 18 marka sigri. Valsmenn unnu sannkallaðan stórsigur gegn Fram í opnunarleik úrslitakeppninnar og eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur og við komum vel inn í þetta. Spiluðum frábæra vörn og Bjöggi var frábær,“ sagði Óskar í leikslok. „Það gekk flest allt upp sóknarlega. Framararnir voru reyndar að spila fína vörn, en boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag. Eins og ég hef reyndar sag í viðtölum fyrir þennan leik þá hefur auðvitað ekkert eðlilega mikið gengið á hjá þeim, en þeir eru ekkert að fara að kasta inn handklæðinu. Þetta eru stríðsmenn. Flottir, ungir og efnilegir leikmenn.“ „Rúnar [Kárason] var frábær í dag og þeir eru með frábæra markmenn og frábæra þjálfara þannig að ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná fram sigri á laugardaginn.“ Þurfa að klára dæmið Þrátt fyrir þennan gríðarlega örugga sigur segir Óskar að einvígið sé langt frá því að vera búið. Ýmislegt geti gerst í næsta leik og hans menn þurfi að klára dæmið. „Ef að leikurinn spilast eins og hann gerði í fyrri hálfleik þá er þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir þá. En þetta getur spilast alls konar og hver leikur hefur sitt líf. Þessi leikur spilaðist kannski bara eins og best var á kosið fyrir okkur.“ Hann segir einnig að sínir menn hafi nýtt tímann í leik kvöldsins til að prófa nýja hluti þegar ljóst var í hvað stefndi. „Við vorum að vinna aðeins í 5-1 vörn og þurfum að bæta aðeins í vopnabúrið. Við prófuðum einhverkja hluti og það er gaman að því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að sínir menn fari að vanmeta Framliðið. „Auðvitað var þetta kannski fullmikið. En það var góður undirbúningur og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir báru virðingu fyrir Frömurum. Ungir og efnilegir strákar með besta sóknarmann deildarinnar i Rúnari Kára. Ef Rúnar vill skora þá bara skorar hann liggur við. Þeir munu alls ekki kasta inn handklæðinu,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir „Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49 Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Valsmenn unnu sannkallaðan stórsigur gegn Fram í opnunarleik úrslitakeppninnar og eru því komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur og við komum vel inn í þetta. Spiluðum frábæra vörn og Bjöggi var frábær,“ sagði Óskar í leikslok. „Það gekk flest allt upp sóknarlega. Framararnir voru reyndar að spila fína vörn, en boltinn slysaðist einhvernveginn alltaf inn í dag. Eins og ég hef reyndar sag í viðtölum fyrir þennan leik þá hefur auðvitað ekkert eðlilega mikið gengið á hjá þeim, en þeir eru ekkert að fara að kasta inn handklæðinu. Þetta eru stríðsmenn. Flottir, ungir og efnilegir leikmenn.“ „Rúnar [Kárason] var frábær í dag og þeir eru með frábæra markmenn og frábæra þjálfara þannig að ég veit að þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná fram sigri á laugardaginn.“ Þurfa að klára dæmið Þrátt fyrir þennan gríðarlega örugga sigur segir Óskar að einvígið sé langt frá því að vera búið. Ýmislegt geti gerst í næsta leik og hans menn þurfi að klára dæmið. „Ef að leikurinn spilast eins og hann gerði í fyrri hálfleik þá er þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir þá. En þetta getur spilast alls konar og hver leikur hefur sitt líf. Þessi leikur spilaðist kannski bara eins og best var á kosið fyrir okkur.“ Hann segir einnig að sínir menn hafi nýtt tímann í leik kvöldsins til að prófa nýja hluti þegar ljóst var í hvað stefndi. „Við vorum að vinna aðeins í 5-1 vörn og þurfum að bæta aðeins í vopnabúrið. Við prófuðum einhverkja hluti og það er gaman að því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að sínir menn fari að vanmeta Framliðið. „Auðvitað var þetta kannski fullmikið. En það var góður undirbúningur og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir báru virðingu fyrir Frömurum. Ungir og efnilegir strákar með besta sóknarmann deildarinnar i Rúnari Kára. Ef Rúnar vill skora þá bara skorar hann liggur við. Þeir munu alls ekki kasta inn handklæðinu,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir „Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49 Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
„Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. 10. apríl 2024 19:49
Uppgjörið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan átján marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 20:05