Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2024 12:49 Jóhann Páll segir atvinnurekendur noti kröfuna umveikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki. Og hann spurði Willum Þór hvað hann ætlaði að gera í því. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma í morgun en þar kvaddi Jóhann Páll sér hljóðs og vildi tala um heilbrigðiskerfið og þá heilsugæsluna sérstaklega en þar hefur staðan þyngst gríðarlega á undanförnum árum. Heilsugæslan fær stöðugt flóknari verkefni í fangið án þess að sú þjónusta sé fjármögnuð almennilega. „Bið eftir þjónustu lengist og mönnunarvandinn ágerist, þá er skriffinnska og vottorðagerð, og handtök fyrir framan tölvuskjá í handónýtu og úreltu sjúkraskrárkerfi, að aukast með hverju árinu,“ sagði Jóhann Páll og brýndi þá raustina: „504.670 vottorð á þriggja ára tímabili hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og mikið til vottorð vegna skammtímaveikinda,“ sagði Jóhann Páll. Og greindi frá því að hann hefði rætt við heimilislækni á dögunum. Þessi mynd var tekin á gangi fyrir neðan Læknavaktina síðdegis í gær. Eins og hún sýnir glögglega er ástand þegar heilsugæslustöðvarnar loka. Þangað leitar fólk ef það fær ekki tíma á heilsugæslustöðvum.aðsend „Hann lýsti því þannig að hann væri aftur og aftur að finna sig, nauðugan viljugan, í einhvers konar varðhundshlutverki fyrir atvinnurekendur, sem væru að nota kröfuna um veikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki, og alltaf auðvitað lágtekjufólki og innflytjendum.“ Þetta sagði þingmaðurinn misnotkun á heilbrigðiskerfinu og hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggðist gera í þessu? „Ætlar ráðherra ekkert að gera með tillögur frá starfshópi um vottorðagerð sem skilaði af sér fyrir hátt í tveimur árum, hvað er að frétta? Til hvaða aðgerða ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra að grípa til að heilbrigðisstarfsfólk geti varið minni tíma í skriffinnsku og meiri tíma í að sinna sjúklingum?“ Alþingi Heilbrigðismál Heilsugæsla Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma í morgun en þar kvaddi Jóhann Páll sér hljóðs og vildi tala um heilbrigðiskerfið og þá heilsugæsluna sérstaklega en þar hefur staðan þyngst gríðarlega á undanförnum árum. Heilsugæslan fær stöðugt flóknari verkefni í fangið án þess að sú þjónusta sé fjármögnuð almennilega. „Bið eftir þjónustu lengist og mönnunarvandinn ágerist, þá er skriffinnska og vottorðagerð, og handtök fyrir framan tölvuskjá í handónýtu og úreltu sjúkraskrárkerfi, að aukast með hverju árinu,“ sagði Jóhann Páll og brýndi þá raustina: „504.670 vottorð á þriggja ára tímabili hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og mikið til vottorð vegna skammtímaveikinda,“ sagði Jóhann Páll. Og greindi frá því að hann hefði rætt við heimilislækni á dögunum. Þessi mynd var tekin á gangi fyrir neðan Læknavaktina síðdegis í gær. Eins og hún sýnir glögglega er ástand þegar heilsugæslustöðvarnar loka. Þangað leitar fólk ef það fær ekki tíma á heilsugæslustöðvum.aðsend „Hann lýsti því þannig að hann væri aftur og aftur að finna sig, nauðugan viljugan, í einhvers konar varðhundshlutverki fyrir atvinnurekendur, sem væru að nota kröfuna um veikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki, og alltaf auðvitað lágtekjufólki og innflytjendum.“ Þetta sagði þingmaðurinn misnotkun á heilbrigðiskerfinu og hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggðist gera í þessu? „Ætlar ráðherra ekkert að gera með tillögur frá starfshópi um vottorðagerð sem skilaði af sér fyrir hátt í tveimur árum, hvað er að frétta? Til hvaða aðgerða ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra að grípa til að heilbrigðisstarfsfólk geti varið minni tíma í skriffinnsku og meiri tíma í að sinna sjúklingum?“
Alþingi Heilbrigðismál Heilsugæsla Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira