Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2024 19:17 Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir, segir mikla bið eftir tíma hjá heimilislæknum stafa af því að læknar hafa minni tíma til að taka á móti sjúklingum vegna skriffinsku sem stjórnsýslan hafi komið yfir á lækna og sé oft óþarfi. vísir/einar árnason Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. Bið eftir tímum hjá heimilislæknum er töluverð og sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Þegar fréttamaður reyndi að panta tíma á dögunum var honum svarað á þann veg að enginn læknir væri laus næstu fjórar vikurnar og því ekki hægt að bóka tíma. Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir segir stöðuna skýrast að miklu leyti af því að stjórnsýslan hafi komið mörgum verkefnum yfir á heimilislækna sem tengist þeirra störfum ekki beint. „Og þá er ég að tala helst um mikla skriffinnsku og vottorðaskrif sem búið er að koma yfir á okkur. Oftast án þess að við höfum verið neitt með í ráðum.“ Sem valdi því að heimilislæknar hafi mun minni tíma til að hitta skjólstæðinga enda fari stór hluti dagsins í pappírsvinnu. Gunnar segir óþarfi að heimilislæknar komi að tilvísunum til fagstétta á borð við talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Þá er það krafa heimilislækna að tilvísunarskylda til barnalækna verði lögð niður, en í dag þurfa foreldra tilvísun frá heimilislækni til að fá niðurgreiðslu á þjónustu barnalækna. „Stór hluti þessara tilvísana hefur verið án þess að við höfum nokkuð komið að málum, jafnvel ekki hitt börnin þannig við höfum metið það sem svo að það sé algjör óþarfi fyrir okkur að gera þessar tilvísanir.“ Gunnar segir eðlilegt að heimilislæknar sinni skriffinnsku upp að ákveðnu marki í vissum málum og þegar þeir hafa hitt viðkomandi sjúkling. Vandinn snúi að ógrynni tilvísana og vottorða í málum sem þeir hafi litla sem enga aðkomu að.vísir/einar árnason Slæm nýting á starfskrafti Það sé sóun að heimilislæknar séu látnir sinna öðrum verkefnum ein þeim sem þeir menntuðu sig í tólf ár til að sinna. „Ég myndi telja að það sé ekki góð nýting á okkar starfskröftum.“ Í nýlegri könnun sem framkvæmd var af Félagi heimilislækna kemur fram að meira en helmingur heimilislækna sé við kulnunarmörk vegna mikillar skriffinnsku. „Og líka það að læknar upplifðu að þeir hefðu ekki stjórn á þessum verkefnum.“ Boða aðgerðir Félag heimilislækna hefur ítrekað á síðustu árum bent heilbrigðisyfirvöldum á stöðuna án mikilla undirtekta. Í byrjun árs ákvað félagið að beina þeim tilmælum til félagsmanna að hætta einhliða að gera tilvísanir til barnalækna. Í kjölfar þeirra hafi ráðherra boðað félagið á fund og tekið við tillögum stjórnarmanna sem Gunnar vonast til að leiði til breytinga. „Ef það verður engin breyting þá mun það leiða til fleiri einhliða aðgerða af okkar hálfu.“ Eins og hvað? „Þá munum við hætta að gera ákveðin vottorð og skriffinnsku.“ Sem muni valda óþægindum fyrir sjúklinga til skemmri tíma en Gunnar bindur vonir við að til lengri tíma leiði þær til þess að aðgengi sjúklinga að heimilislæknum verði meira. Hér á landi er hver og einn heimilislæknir með fleiri sjúklinga en á Norðurlöndunum. Gunnar segir því enn mikilvægara að starfskraftar lækna séu nýttir vel.grafík/sara Dæmi séu um að læknar flýi af heilsugæslunni og yfir á bráðamóttökuna vegna álags. Álag á heimilislækna er meira hér en á Norðurlöndunum enda gert ráð fyrir að hver og einn læknir á Íslandi sinni fleiri sjúklingum en þar. „Í því ljósi er enn mikilvægara að við nýtum okkar lækna á sem besta máta.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Bið eftir tímum hjá heimilislæknum er töluverð og sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Þegar fréttamaður reyndi að panta tíma á dögunum var honum svarað á þann veg að enginn læknir væri laus næstu fjórar vikurnar og því ekki hægt að bóka tíma. Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir segir stöðuna skýrast að miklu leyti af því að stjórnsýslan hafi komið mörgum verkefnum yfir á heimilislækna sem tengist þeirra störfum ekki beint. „Og þá er ég að tala helst um mikla skriffinnsku og vottorðaskrif sem búið er að koma yfir á okkur. Oftast án þess að við höfum verið neitt með í ráðum.“ Sem valdi því að heimilislæknar hafi mun minni tíma til að hitta skjólstæðinga enda fari stór hluti dagsins í pappírsvinnu. Gunnar segir óþarfi að heimilislæknar komi að tilvísunum til fagstétta á borð við talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Þá er það krafa heimilislækna að tilvísunarskylda til barnalækna verði lögð niður, en í dag þurfa foreldra tilvísun frá heimilislækni til að fá niðurgreiðslu á þjónustu barnalækna. „Stór hluti þessara tilvísana hefur verið án þess að við höfum nokkuð komið að málum, jafnvel ekki hitt börnin þannig við höfum metið það sem svo að það sé algjör óþarfi fyrir okkur að gera þessar tilvísanir.“ Gunnar segir eðlilegt að heimilislæknar sinni skriffinnsku upp að ákveðnu marki í vissum málum og þegar þeir hafa hitt viðkomandi sjúkling. Vandinn snúi að ógrynni tilvísana og vottorða í málum sem þeir hafi litla sem enga aðkomu að.vísir/einar árnason Slæm nýting á starfskrafti Það sé sóun að heimilislæknar séu látnir sinna öðrum verkefnum ein þeim sem þeir menntuðu sig í tólf ár til að sinna. „Ég myndi telja að það sé ekki góð nýting á okkar starfskröftum.“ Í nýlegri könnun sem framkvæmd var af Félagi heimilislækna kemur fram að meira en helmingur heimilislækna sé við kulnunarmörk vegna mikillar skriffinnsku. „Og líka það að læknar upplifðu að þeir hefðu ekki stjórn á þessum verkefnum.“ Boða aðgerðir Félag heimilislækna hefur ítrekað á síðustu árum bent heilbrigðisyfirvöldum á stöðuna án mikilla undirtekta. Í byrjun árs ákvað félagið að beina þeim tilmælum til félagsmanna að hætta einhliða að gera tilvísanir til barnalækna. Í kjölfar þeirra hafi ráðherra boðað félagið á fund og tekið við tillögum stjórnarmanna sem Gunnar vonast til að leiði til breytinga. „Ef það verður engin breyting þá mun það leiða til fleiri einhliða aðgerða af okkar hálfu.“ Eins og hvað? „Þá munum við hætta að gera ákveðin vottorð og skriffinnsku.“ Sem muni valda óþægindum fyrir sjúklinga til skemmri tíma en Gunnar bindur vonir við að til lengri tíma leiði þær til þess að aðgengi sjúklinga að heimilislæknum verði meira. Hér á landi er hver og einn heimilislæknir með fleiri sjúklinga en á Norðurlöndunum. Gunnar segir því enn mikilvægara að starfskraftar lækna séu nýttir vel.grafík/sara Dæmi séu um að læknar flýi af heilsugæslunni og yfir á bráðamóttökuna vegna álags. Álag á heimilislækna er meira hér en á Norðurlöndunum enda gert ráð fyrir að hver og einn læknir á Íslandi sinni fleiri sjúklingum en þar. „Í því ljósi er enn mikilvægara að við nýtum okkar lækna á sem besta máta.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira