Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2024 19:17 Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir, segir mikla bið eftir tíma hjá heimilislæknum stafa af því að læknar hafa minni tíma til að taka á móti sjúklingum vegna skriffinsku sem stjórnsýslan hafi komið yfir á lækna og sé oft óþarfi. vísir/einar árnason Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. Bið eftir tímum hjá heimilislæknum er töluverð og sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Þegar fréttamaður reyndi að panta tíma á dögunum var honum svarað á þann veg að enginn læknir væri laus næstu fjórar vikurnar og því ekki hægt að bóka tíma. Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir segir stöðuna skýrast að miklu leyti af því að stjórnsýslan hafi komið mörgum verkefnum yfir á heimilislækna sem tengist þeirra störfum ekki beint. „Og þá er ég að tala helst um mikla skriffinnsku og vottorðaskrif sem búið er að koma yfir á okkur. Oftast án þess að við höfum verið neitt með í ráðum.“ Sem valdi því að heimilislæknar hafi mun minni tíma til að hitta skjólstæðinga enda fari stór hluti dagsins í pappírsvinnu. Gunnar segir óþarfi að heimilislæknar komi að tilvísunum til fagstétta á borð við talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Þá er það krafa heimilislækna að tilvísunarskylda til barnalækna verði lögð niður, en í dag þurfa foreldra tilvísun frá heimilislækni til að fá niðurgreiðslu á þjónustu barnalækna. „Stór hluti þessara tilvísana hefur verið án þess að við höfum nokkuð komið að málum, jafnvel ekki hitt börnin þannig við höfum metið það sem svo að það sé algjör óþarfi fyrir okkur að gera þessar tilvísanir.“ Gunnar segir eðlilegt að heimilislæknar sinni skriffinnsku upp að ákveðnu marki í vissum málum og þegar þeir hafa hitt viðkomandi sjúkling. Vandinn snúi að ógrynni tilvísana og vottorða í málum sem þeir hafi litla sem enga aðkomu að.vísir/einar árnason Slæm nýting á starfskrafti Það sé sóun að heimilislæknar séu látnir sinna öðrum verkefnum ein þeim sem þeir menntuðu sig í tólf ár til að sinna. „Ég myndi telja að það sé ekki góð nýting á okkar starfskröftum.“ Í nýlegri könnun sem framkvæmd var af Félagi heimilislækna kemur fram að meira en helmingur heimilislækna sé við kulnunarmörk vegna mikillar skriffinnsku. „Og líka það að læknar upplifðu að þeir hefðu ekki stjórn á þessum verkefnum.“ Boða aðgerðir Félag heimilislækna hefur ítrekað á síðustu árum bent heilbrigðisyfirvöldum á stöðuna án mikilla undirtekta. Í byrjun árs ákvað félagið að beina þeim tilmælum til félagsmanna að hætta einhliða að gera tilvísanir til barnalækna. Í kjölfar þeirra hafi ráðherra boðað félagið á fund og tekið við tillögum stjórnarmanna sem Gunnar vonast til að leiði til breytinga. „Ef það verður engin breyting þá mun það leiða til fleiri einhliða aðgerða af okkar hálfu.“ Eins og hvað? „Þá munum við hætta að gera ákveðin vottorð og skriffinnsku.“ Sem muni valda óþægindum fyrir sjúklinga til skemmri tíma en Gunnar bindur vonir við að til lengri tíma leiði þær til þess að aðgengi sjúklinga að heimilislæknum verði meira. Hér á landi er hver og einn heimilislæknir með fleiri sjúklinga en á Norðurlöndunum. Gunnar segir því enn mikilvægara að starfskraftar lækna séu nýttir vel.grafík/sara Dæmi séu um að læknar flýi af heilsugæslunni og yfir á bráðamóttökuna vegna álags. Álag á heimilislækna er meira hér en á Norðurlöndunum enda gert ráð fyrir að hver og einn læknir á Íslandi sinni fleiri sjúklingum en þar. „Í því ljósi er enn mikilvægara að við nýtum okkar lækna á sem besta máta.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Bið eftir tímum hjá heimilislæknum er töluverð og sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Þegar fréttamaður reyndi að panta tíma á dögunum var honum svarað á þann veg að enginn læknir væri laus næstu fjórar vikurnar og því ekki hægt að bóka tíma. Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir segir stöðuna skýrast að miklu leyti af því að stjórnsýslan hafi komið mörgum verkefnum yfir á heimilislækna sem tengist þeirra störfum ekki beint. „Og þá er ég að tala helst um mikla skriffinnsku og vottorðaskrif sem búið er að koma yfir á okkur. Oftast án þess að við höfum verið neitt með í ráðum.“ Sem valdi því að heimilislæknar hafi mun minni tíma til að hitta skjólstæðinga enda fari stór hluti dagsins í pappírsvinnu. Gunnar segir óþarfi að heimilislæknar komi að tilvísunum til fagstétta á borð við talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Þá er það krafa heimilislækna að tilvísunarskylda til barnalækna verði lögð niður, en í dag þurfa foreldra tilvísun frá heimilislækni til að fá niðurgreiðslu á þjónustu barnalækna. „Stór hluti þessara tilvísana hefur verið án þess að við höfum nokkuð komið að málum, jafnvel ekki hitt börnin þannig við höfum metið það sem svo að það sé algjör óþarfi fyrir okkur að gera þessar tilvísanir.“ Gunnar segir eðlilegt að heimilislæknar sinni skriffinnsku upp að ákveðnu marki í vissum málum og þegar þeir hafa hitt viðkomandi sjúkling. Vandinn snúi að ógrynni tilvísana og vottorða í málum sem þeir hafi litla sem enga aðkomu að.vísir/einar árnason Slæm nýting á starfskrafti Það sé sóun að heimilislæknar séu látnir sinna öðrum verkefnum ein þeim sem þeir menntuðu sig í tólf ár til að sinna. „Ég myndi telja að það sé ekki góð nýting á okkar starfskröftum.“ Í nýlegri könnun sem framkvæmd var af Félagi heimilislækna kemur fram að meira en helmingur heimilislækna sé við kulnunarmörk vegna mikillar skriffinnsku. „Og líka það að læknar upplifðu að þeir hefðu ekki stjórn á þessum verkefnum.“ Boða aðgerðir Félag heimilislækna hefur ítrekað á síðustu árum bent heilbrigðisyfirvöldum á stöðuna án mikilla undirtekta. Í byrjun árs ákvað félagið að beina þeim tilmælum til félagsmanna að hætta einhliða að gera tilvísanir til barnalækna. Í kjölfar þeirra hafi ráðherra boðað félagið á fund og tekið við tillögum stjórnarmanna sem Gunnar vonast til að leiði til breytinga. „Ef það verður engin breyting þá mun það leiða til fleiri einhliða aðgerða af okkar hálfu.“ Eins og hvað? „Þá munum við hætta að gera ákveðin vottorð og skriffinnsku.“ Sem muni valda óþægindum fyrir sjúklinga til skemmri tíma en Gunnar bindur vonir við að til lengri tíma leiði þær til þess að aðgengi sjúklinga að heimilislæknum verði meira. Hér á landi er hver og einn heimilislæknir með fleiri sjúklinga en á Norðurlöndunum. Gunnar segir því enn mikilvægara að starfskraftar lækna séu nýttir vel.grafík/sara Dæmi séu um að læknar flýi af heilsugæslunni og yfir á bráðamóttökuna vegna álags. Álag á heimilislækna er meira hér en á Norðurlöndunum enda gert ráð fyrir að hver og einn læknir á Íslandi sinni fleiri sjúklingum en þar. „Í því ljósi er enn mikilvægara að við nýtum okkar lækna á sem besta máta.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira