Íslenska netvarnarstofnunin fyrir sameiginlegar aðgerðir NATO Magnús Árni Skjöld Magnússon og Bjarni Már Magnússon skrifa 11. apríl 2024 15:01 Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Bjarni Már Magnússon Netöryggi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun