Íslenska netvarnarstofnunin fyrir sameiginlegar aðgerðir NATO Magnús Árni Skjöld Magnússon og Bjarni Már Magnússon skrifa 11. apríl 2024 15:01 Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Bjarni Már Magnússon Netöryggi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Sjá meira
Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun