Íslenska netvarnarstofnunin fyrir sameiginlegar aðgerðir NATO Magnús Árni Skjöld Magnússon og Bjarni Már Magnússon skrifa 11. apríl 2024 15:01 Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Bjarni Már Magnússon Netöryggi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun