Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 12. apríl 2024 08:01 Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Landbúnaður Alþingi Viðreisn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun