Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2024 19:34 Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hefna sín á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna Eurovision-gríns hans. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira