Segir yfirlýsingu bankaráðsins „auma“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 19:01 Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Formaður stjórnar Bankasýslunnar segir það „aumt“ hjá bankaráði Landsbankans að fullyrða í yfirlýsingu að henni hefði átt að vera fullkunnugt um áform bankans um að bjóða í TM. Skipta þurfi bankaráðinu út til þess að fara nánar yfir kaupin. Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Fráfarandi bankaráð Landsbankans gaf frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem það fullyrti að Bankasýslan hefði verið upplýst um að bankinn ætlaði að bjóða í tryggingafélagið TM í desember. Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum þrátt fyrir fjölda tækifæra til þess. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að Bankasýslan sendi fjármálaráðherra bréf með viðbrögðum sínum við greinargerð sem Landsbankinn skilaði vegna kaupanna á TM. Bankasýslan telur að kaupin stríði gegn eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki veitt upplýsingar í samræmi við samning þess við bankasýsluna. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi í næstu viku að tillögu Bankasýslunnar. Hafi tæplega lesið viðbrögð Bankasýslunnar Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, sagði það ekki standast neina skoðun að halda því fram að bankaráðið hafi upplýst Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM þegar í desember. Þar vísi bankaráðið í þriggja mínútna samtal sitt við formann bankaráðsins í síma. Þar hafi ekki verið rætt neitt um skuldbindandi tilboð í TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, hafi lýst andstöðu sinni við möguleg kaup Landsbankans á TM í febrúar og bankaráðinu hafi verið fullkunnugt um það. Skuldbinandi tilboð hafi ekki verið lagt fram fyrr en 15. mars og þá hafi Bankasýslan ekki fengið neinar upplýsingar. „Mér finnst þetta mjög aumt að koma með þessa yfirlýsingu og vera að tala um að þetta ætti að vera okkur fullkunnugt. Það er á engan hátt þannig,“ sagði Tryggvi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hann bankaráðið tæplega hafa náð að lesa skýrslu Bankasýslunnar áður en það sendi frá sér yfirlýsinguna í dag. Nýtt bankaráð leggi mat á valkosti bankans Bankasýslan vilji ekki rýra orðspor Landsbankans en hún telji að bankaráðið hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Þess vegna verðum við að grípa til þess að koma með nýtt fólk sem á að meta þennan samning og meta hvaða valkosti Landsbankinn hefur,“ sagði Tryggvi sem benti á að Samkeppniseftirlitið ætti eftir að taka afstöðu til kaupanna og það væru einhverjir mánuðir í að það lægi fyrir. Þá sagði Tryggvi að Bankasýslan tæki ekki neina afstöðu til þess hvort málið hefði áhrif á stöðu Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira