Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2024 19:57 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda Vísir/Einar Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“ Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“
Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44