„Ekki uppleggið að fá á sig hundrað stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 19:12 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira