Hollywood-lið Wrexham upp um deild annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 23:00 Komnir upp annað árið í röð. Wrexham Ævintýri Wrexham virðist engan endi ætla að taka. Liðið komst í dag, laugardag, upp um deild annað árið í röð þökk sé ótrúlegum 6-0 sigri á Forest Green. Uppgangur Wrexham hefur verið hreint út sagt ótrúlegur síðan Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu í september 2020. Þá hafa þeir félagar komið félaginu á kortið með þáttunum Welcome to Wrexham þar sem fylgst er með liðinu innan og utan vallar. Wrexham flaug upp úr fimmtu efstu deild á síðustu leiktíð og er nú komið upp úr fjórðu efstu deild þegar enn eru tvær umferðir eftir. Þetta var staðfest eftir magnaðan sigur á Forest Green í dag. Here s to the start of a weekend in paradise #WxmAFC pic.twitter.com/BZe6GdXb0W— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Elliot Lee kom Wrexham yfir á 17. mínútu áður en markamaskínan Paul Mullin tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega hálftíma og Mullin bætti við fjórða marki Wrexham fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ryan Barnett og Jack Marriott. Lokatölur 6-0 og þökk sé úrslitum í öðrum leikjum er Wrexham komið upp um deild. Voru fagnaðarlætin gríðarlega er flautað var til leiksloka. WE ARE GOING UP! #WxmAFC pic.twitter.com/LXFjmLYz1A— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Wrexham fans on the pitch after winning promotion to League 1 today. pic.twitter.com/wjuBS8EPI5— Football Away Days (@FBAwayDays) April 13, 2024 Wrexham er með 82 stig í 2. sæti League 2, ensku D-deildarinnar, eftir 44 leiki. Stockport County er á toppnum og þarf aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Alls fara þrjú lið beint upp úr D-deildinni og eitt lið eftir umspil sem liðin í 4. til 7. sæti taka þátt í. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir fáeinum árum að ég myndi vera grátandi gleðitárum yfir fótboltaleik í Norður-Wales þá værir þú Rob McElhenney. Til hamingju Wrexham, þetta er ævintýri lífs okkar,“ sagði Reynolds á X-síðu sinni, áður Twitter, að leik loknum. A few years ago, if you told me I would be crying tears of joy over a football match taking place in North Wales, you would be Rob McElhenney. Congrats to Wrexham and to my co-chairman in crime. Double up the town! This is the ride of our lives. https://t.co/gP6Oh2NNl4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 13, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Uppgangur Wrexham hefur verið hreint út sagt ótrúlegur síðan Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu í september 2020. Þá hafa þeir félagar komið félaginu á kortið með þáttunum Welcome to Wrexham þar sem fylgst er með liðinu innan og utan vallar. Wrexham flaug upp úr fimmtu efstu deild á síðustu leiktíð og er nú komið upp úr fjórðu efstu deild þegar enn eru tvær umferðir eftir. Þetta var staðfest eftir magnaðan sigur á Forest Green í dag. Here s to the start of a weekend in paradise #WxmAFC pic.twitter.com/BZe6GdXb0W— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Elliot Lee kom Wrexham yfir á 17. mínútu áður en markamaskínan Paul Mullin tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Leikmaður gestanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúmlega hálftíma og Mullin bætti við fjórða marki Wrexham fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik skoruðu þeir Ryan Barnett og Jack Marriott. Lokatölur 6-0 og þökk sé úrslitum í öðrum leikjum er Wrexham komið upp um deild. Voru fagnaðarlætin gríðarlega er flautað var til leiksloka. WE ARE GOING UP! #WxmAFC pic.twitter.com/LXFjmLYz1A— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 13, 2024 Wrexham fans on the pitch after winning promotion to League 1 today. pic.twitter.com/wjuBS8EPI5— Football Away Days (@FBAwayDays) April 13, 2024 Wrexham er með 82 stig í 2. sæti League 2, ensku D-deildarinnar, eftir 44 leiki. Stockport County er á toppnum og þarf aðeins eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér sigur í deildinni. Alls fara þrjú lið beint upp úr D-deildinni og eitt lið eftir umspil sem liðin í 4. til 7. sæti taka þátt í. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir fáeinum árum að ég myndi vera grátandi gleðitárum yfir fótboltaleik í Norður-Wales þá værir þú Rob McElhenney. Til hamingju Wrexham, þetta er ævintýri lífs okkar,“ sagði Reynolds á X-síðu sinni, áður Twitter, að leik loknum. A few years ago, if you told me I would be crying tears of joy over a football match taking place in North Wales, you would be Rob McElhenney. Congrats to Wrexham and to my co-chairman in crime. Double up the town! This is the ride of our lives. https://t.co/gP6Oh2NNl4— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) April 13, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira