Celtics og Thunder deildarmeistarar og umspilið klárt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 23:01 Shai Gilgeous-Alexander spilaði 16 mínútur og skoraði 15 stig í kvöld. Joshua Gateley/Getty Images Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú lokið. Boston Celtics fór með sigur af hólmi í Austrinu og Oklahoma City Thunder í Vestrinu. Þá er ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni. Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Þór Þ. | Grindvíkingar þurfa svar Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Sjá meira
Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024
Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina.
Körfubolti NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Þór Þ. | Grindvíkingar þurfa svar Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum